top of page

Vinnuumhverfissetrið ehf er ungt fyrirtæki en byggir á áratuga reynslu og þekkingu starfsmanna sinna. Hjá fyrirtækinu starfa í heildina 12 starfsmenn að meðtöldu starfsfólki í hlutastörfum.

Vinnuumhverfissetrið.

Árni Jósteinsson

Framkvæmdastjóri

Heiðdís B. Valdimarsdóttir

Forstöðumaður rannsóknarsviðs

Árni Jósteinsson framkvæmdastjóri Vinnuumhverfissetursins ehf hefur fjölbreytta og viðamikla þekkingu úr íslensku atvinnulífi. Árni hefur m.a starfað við framkvæmdastjórn, vörustjórnun, vöruþróun og nýsköpunarráðgjöf. Þá hefur Árni unnið sem sérfræðingur í vinnuverndarmálum hjá Vinnueftirliti ríkisins og í einkageiranum (þ.m.t. við mannvirkjagerð og álversframkvæmdir). Hann hefur einnig áratuga reynslu af kennslu þ.m.t á sviðum vinnuverndarmála og stjórnunarfræða. Árni er menntaður blikksmíðameistari, framleiðslutæknifræðingur (B.Sc), vinnuumhverfisfræðingur með mastersgráðu í vinnuumhverfis- og umhverfisstjórnun (MEM) frá DTU í Kaupmannahöfn og lærður markþjálfi.   

 

 

Heiðdís B. Valdimarsdóttir, forstöðumaður rannsóknarsviðs Vinnuumhverfissetursins ehf starfar sem prófessor við háskólann í Reykjavík og gegnir einnig stöðu dósents við krabbameinsrannsóknir við Mount Sinai School of Medicine í New York (Ruttenberg Cancer Center). Heiðdís er með Ph.D. í Psychology frá State University of New York at Stony Brook og B.A. gráðu frá Háskóla Íslands í sálfræði. Heiðdís hefur viðamikla reynslu af rannsóknum gegnum tíðina m.a. á áhrifun streitu og sálfræðilegra þátta á, hormóna, tauga og ónæmiskerfi líkamans. Hún hefur einnig reynslu í að hanna og prófa meðferðarúræði til að draga úr áhrifum streitu á hugræna (COGNITVE), andlega og líkamlega heilsu.

Starfsfólk Vinnuumhverfissetursins er með fjölbreytta menntun þ.e. vinnuumhverfisfræði, sálfræði, sjúkraliði, byggingarfræði, rekstrarverkfræði, lýðheilsufræði, framleiðslutæknifræði, kennslu, viðskiptafræði, sjávarútvegsfræði, blikksmíði, garðyrkjufræði, líffræði og dýralækningar.

Hin fjölbreytta reynsla starfsmanna Vinnuumhverfissetursins ehf. ýtir undir samlegðaráhrif sem gagnast bæði viðskiptavinum og starfsmönnum Vinnuumhverfissetursins við úrlausn flókinna verkefna. Vinnuumhverfissetrið ehf er til húsa að Garðhúsum53, 112 Reykjavík.

Vinnuumhverfissetrið ehf býður þjónustu á sviði vinnuverndarmála í öllum atvinnugreinum og á öllum fagsviðum. Auk eigin mannauðs styðst fyrirtækið einnig við valinn hóp samstarfsaðila þ.e. leiðandi sérfræðinga hver á sínu fagsviði.      

                                               

Vinnuumhverfissetrið ehf býður fjölbreytta þjónustu á sviði vinnuverndar og öryggismála s.s. úttektir, eftirlit, námskeiðahald og ráðgjöf. Hér á heimasíðunni er gerð nokkur grein fyrir fjölmörgum vörum og þjónustu sem við bjóðum.

bottom of page