Námskeið á Næstunni
Hér að neðan má sjá lista yfir nokkur af þeim námskeiðum sem við hjá Vinnuumhverfissetrinu ehf munum halda á næstu vikum og mánuðum. Fyrir frekari upplýsingar og skráningu, endilega kynnið ykkur ýtarlegari upplýsingar um námskeiðin.
Viðbót - vinnuverndarnámskeið (framhaldsnámskeið öryggisfulltrúa)
26 ágúst og 25 nóvember
Á námskeiðinu förum við m.a. yfir hlutverk og skyldur öryggisfulltrúa og stjórnenda, beinum sjónum að því hvernig hafa má áhrif á annað fólk (samstarfsmenn, undirmenn, yfirmenn) og kveikja áhuga á bættri menningu
Áhættumat og áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað
27 ágúst og 28 október
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist góðan skilning á framkvæmd áhættumats og gerð áætlunar um öryggi og heilbrigði á vinnustað þ.e. hvað felst í áhættumatsferlinu og hvernig fyrirtæki geta best hagað ferlinu til að bæta vinnuumhverfið og starfsandann.
Við bjóðum þetta námskeið einnig sem staðbundna fræðslu úti hjá fyrirtækjum og aðlögum þá efnistök að viðkomandi starfsemi.
Vinnuvernd, öryggisvarða- og öryggistrúnaðarmannanámskeið
22-23 september og 18-19 nóvember
Á námskeiðinu verður kastljósinu beint að kröfum löggjafans til öryggisfulltrúa (öryggistrúnaðarmenn og öryggisverðir) og helstu grunnatriðum sem þessir aðilar þurfa að hafa nokkra þekkingu á. Samhliða kynningu á grunnþáttum vinnuverndar verður leitast við að svara því hvernig öryggisfulltrúar geta virkjað aðra í vinnuverndarstarfinu, hvernig innra starfi að vinnuverndarmálum er best borgið hjá þátttökufyrirtækjunum, hvernig ýta megi undir bætta öryggismenningu og hvar leita megi frekari aðstoðar.
Öryggismenning fyrirtækja
4 nóvember
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist nokkurn skilning á öryggismenningu þ.e. hvað felst í hugtakinu og hvernig fyrirtæki geta unnið með öryggismenningu í vinnuumhverfisstarfinu. Á námskeiðinu munu þátttakendur fá kynningu á nokkrum greiningartólum til að meta öryggismenningu fyrirtækja og fá tækifæri til að prófa aðferðir við greiningu.
Félagsauður fyrirtækja
21 október
Markmið námskeiðsins er að kynna þátttakendum hugtakið félagsauð í fyrirtækjasamhengi en félagsauður er aflið sem býr í tengslum fólksins í fyrirtækjunum þ.e. þetta sem getur gert 2+2=5 eða jafnvel 27. Á námskeiðinu verður leitast við að gefa þátttakendum þekkingu á möguleikum félagsauðs í kerfisbundnu vinnuumhverfisstarfi fyrirtækja með áherslu á sálfélagslegt vinnu-umhverfi og hagnað fyrirtækja. Rannsóknir erlendis hafa sýnt fram á að framleiðni, hagnaður og starfsánægja geta vel farið saman þ.e. fyrir tilstilli félagsauðs fyrirtækja (Great Place to Work).
Árlegar úttektir á lausum stigum (stigar og tröppur)
Námskeið er haldið hjá fyrirtækjum samkvæmt samkomulagi
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist færni í framkvæmd lögbundinna árlegra úttekta á stigum og hjálparbúnaði. Einnig að þáttakendur verði færir um að gefa ráð og leiðbeina vinnuveitendum og vinnufélögum varðandi gildandi vinnuverndarreglur um notkun, geymslu og viðhald þessa búnaðar.
Líkamsbeiting
Haldið samkvæmt samkomulagi hjá þátttökufyrirtæki
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist þekkingu á hvernig koma má auga á vandamál tengd líkamsbeitingu og hvernig álitamál varðandi óheilsusamlegt álag og hönnun verkstöðva eru metin. Farið verður yfir góðar og lélegar lausnir varðandi meginsvið líkamsbeitingar.
Mannvirkjagerð, öryggis- og heilbrigðisáætlun, samræmingaraðilar, áhættumat o.fl.
Fyrirhugað námskeið 7 október
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist góðan skilning á kröfum löggjafans til öryggis- og vinnuvistfræðilegra þátta við hönnun og framkvæmd mannvirkjagerðar. Jafnframt að gera þátttakendur betur í stakk búna til að takast á við hið margþætta og ábyrgðafulla starf samræmingaraðila öryggis- og heilbrigðisstarfs á vegum verkkaupa bæði á hönnunar- og framkvæmdarstigi framkvæmda.
Árlegar úttektir á ásláttarbúnaði
Fyrirhugað er námskeið 2 desember
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur verði meðvitaðir um gildandi löggjöf um ásláttarbúnað og verði færir um að framkvæma lögbundnar skoðanir á slíkum búnaði. Einnig að þáttakendur verði færir um að innleiða kerfisbundna skráningu á formlegri úttekt búnaðar. Gengið er út frá að þátttakendur hafi grunnþekkingu á ásláttarbúnaði og notkun hans.