top of page

Vörur og Þjónusta

Við bjóðum fjölda vara og eða þjónustu á sviði vinnuumhverfismála. Vörurnar má auðveldlega aðlaga að þörfum einstakra viðskiptavina. Hér að neðan má sjá lista og afla sér upplýsingar yfir þær vörur og eða þjónustu sem við bjóðum á sviði vinnuverndarmála. Viðskiptavinum er velkomið að hafa samband til að afla frekari upplýsinga.  ​

Áhættumat starfa

Samkvæmt vinnuverndarlöggjöfinni er öllum fyrirtækjum skylt að koma á kerfibundnu vinnuverndarstarfi, framkvæma áhættumat og láta vinna skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað. Vinnuumhverfissetrið ehf aðstoðar fyrirtæki við að uppfylla kröfur löggjafans á virkan og skilvirkan hátt.

Árlegar úttektir á búnaði og tækjum

Samkvæmt vinnuverndarlöggjöfinni, evrópskum stöðlum, tilskipunum og forskrift framleiðenda búnaðar eru atvinnurekendur skyldugir til að vaka yfir og tryggja að búnaður og tæki sem starfsmönnum er ætlað að nota sé stöðugt öruggur. Það er mismunandi eftir búnaði og notkun hans hversu oft þarf að framkvæma formlega úttektir en almennt má ganga út frá kröfu um árlegar úttektir. Vinnuumhverfissetrið ehf býður formlegar úttektir á búnaði og tækjum.

Appreciative Inquiry (Viðurkenningar nálgunin)

Vinnuumhverfissetrið veitir fyrirtækjum ráðgjöf við innleiðingu Viðurkenningar nálgunarinnar (Appreciative Inquiry). Aðferðin felst í að láta af hinni vandamálamiðuðu nálgun okkar vesturlandabúa við flesta hluti. Í stað þess að verða sérfræðingur í einhverju sem ekki virkar miðast Viðurkenningar nálgunin við greiningu hins jákvæða – þess sem virkar, til að fá meira af því.

Líkamsbeiting

Vinnustöðvar sem eru vel hannaðar m.t.t. líkamsbeitingar ýta undir góða heilsu starfsmanna. Slíkt leiðir af sér aukna hvatningu og ánægju, betri frammistöðu og meiri gæði auk þess sem fjarvera verður minni vegna veikinda. Góð líkamsbeiting færir fyrirtækjum þannig umtalsverðan ávinning vegna aukinnar framleiðni, aukinnar skilvirkni og betri samkeppnisstöðu. Vinnuumhverfissetrið ehf veitir alhliða ráðgjöf varðandi líkamsbeitingu á vinnustöðum í samvinnu við samstarfsaðila fyrirtækisins.

Öryggismenning

Á síðustu árum hefur vinna með öryggismenningu fyrirtækja notið aukinna vinsælda enda öflugt verkfæri í forvarnarstarfinu. Vinnuumhverfissetrið ehf aðstoðar við vinnu með öryggismenningu, framkvæmir mælingar, undirbýr íhlutunarverkefni o.fl.

Lýsing

Röng eða of lítil lýsing á vinnustöðum getur haft margháttuð áhrif á starfsfólkið s.s. valdið þreytu,höfuðverkjum og vinnuslysum. Vond lýsing getur líka valdið því að starfsfólk beitir líkamanum ekki rétt sem getur leitt af sér verki og vöðvabólgu. Góð lýsing bætir hins vegar nákvæmni, vinnuhraða og gæði vinnunnar auk þess að bæta starfsánægjuna. Vinnuumhverfissetrið ehf veitir ráðgjöf og þjónustu (mælingar) varðandi lýsingu á vinnustöðum.

Félagsauður

Með félagsauði er átt við auðinn sem býr í tengslum/samskiptum fólks þ.e. þetta sem gerir 2+2=5 eða meira. Erlendar rannsóknir (Great Place to Work) hafa sýnt að fram á náin tengsl félagsauðs, framleiðni og vinnuumhverfismála.  

Flow (Jákvætt stress og hamingja)

Flow er kenning hamingjufræðimannsins Mihaly Csikszentmihalyi. Flow er meðal öflugustu verkfæra til að þróa besta mögulega vinnuumhverfi m.t.t. vellíðunar, sálræns vinnuumhverfis og jákvæðra vinnuumhverfisþátta.

Öryggisstjóri - Vinnuverndarsérfræðingur til leigu

Mörg fyrirtæki eru af þeirri stærðargráðu að þau hefðu eiginlega þörf fyrir að hafa starfandi öryggisstjóra eða vinnuumhverfissérfræðing en meta slíkt þó of mikið í lagt vegna umfangs fyrirtækjanna. Vinnuumhverfissetrið býður fyrirtækjum því nýjan valkost þ.e. öryggisstjóra/vinnuumhverfissérfræðing í hlutastarfi. 

CE-Merkingar

Allar vélar og tæki sem teknar eru í notkun á vinnustöðum á evrópska efnahagssvæðinu eiga að vera CE merktar. Framleiðendur og/eða innflytjendur þurfa því að fylgja löggjöfinni um CE merkingar. Vinnuumhverfissetrið ehf aðstoðar fyrirtæki, frumkvöðla og innflytjendur við CE merkingarferli þ.e. allt frá hönnun til lokaúttekta.

Stjórnendastýrt öryggi (Leader Based Safety)

Rannsóknir hafa sýnt að aukin samskipti stjórnenda við starfsmenn varðandi öryggismál (tíðni og innihald) hafa mikil áhrif öryggisvitund starfsmanna. Vinnuumhverfissetrið ehf ráðleggur um framkvæmd íhlutanaverkefna á þessu sviði (mælingar, þjálfun o.fl).

Slysarannsóknir

Samkvæmt vinnuverndarlöggjöfinni er fyrirtækjum ætlað að rannsaka þau vinnuslys sem verða til að tryggja að fyrirtækin læri af reynslunni og þannig hindra að sambærileg atvik geti endurtekið sig. Vinnuumhverfissetrið ehf veitir fyrirtækjum ráðgjöf um framkvæmd slysarannsókna og heldur reglulega námskeið fyrir starfsmenn fyrirtækja sem fást við slysarannsóknir

Please reload

Fleiri vörur/Þjónusta á næstu síðu

bottom of page