Hugtakið „Flow“ var þróað af prófessor Mihaly Csikzentmihalyi við háskólann í Chicago
sem lýsing á hinu sálræna ástandi sem myndast þegar einstaklingar ná að athafna sig með
hámörkun eigin getu. Til að komast í flow ástand er nauðsynlegt að einstaklingar hagnýti
þróaða hæfileika sína eins og á sér t.d. stað þegar við förum til vinnu. Hugtakið er því kjörið
verkfæri í tengslum við þróun og hámörkun í atvinnulífinu.
Flow í atvinnulífinu einkennist af þeirri upplifun að menn eru algerlega niðursokknir í vinnu
sína, menn upplifa sig nánast inni í verkefninu, eru sem eitt með verkefninu, gleyma sjálfum
sér, gleyma tímanum. Menn eru með alla athyglina á að finna rétta svarið, þróa skapandi
lausn á vandamáli, taka þátt í spennandi samræðum o.s.frv.
Klassíska flow líkanið (hér í örlítið staðfærðri útgáfu frá Csikszentmihalyi (1990)
Líkanið sýnir að flow-ástandið kemur til þegar færni okkar og áskoranir eru í jafnvægi.
Ef áskoranir eru of litlar leiðist okkur. Of miklar kröfur valda okkur hræðslutilfinningu.
Samkvæmt kenningunni um flow þá gildir að eftir því sem við náum betur að stjórna og
skapa flow upplifanir fyrir okkur sjálf og hvort annað, þeim mun ríkar munum við upplifa okkur
sterk, orkufull, skapandi og árangursrík. Þegar við upplifum okkur sterk, orkufull, skapandi
og árangursrík yfir einhvern tíma fáum við tilhneigingu til að skynja okkur sjálf sem hæfari,
bjartsýnari og hamingjusamari. Þessi upplifaði styrkur og hæfni er jafnframt „buffer“ gegn
erfiðari tímum í lífinu þ.e. styrking sjálfsins sem getur auðveldað okkur að sigrast á mótgangi,
svikum og stressuðum aðstæðum í vinnunni.
Það hvort starfsmenn fyrirtækis/stofnunar upplifi flow eða ekki hefur áhrif á framleiðni,
virkni, hvatningu, vellíðan og heilbrigði starfsmanna. Á vinnustöðunum má reyna að ýta
undir flow upplifanir með því skapa hentuga ramma sem opna möguleikana á þessum
hámarksupplifunum starfsmanna. Meðal helstu forsenda fyrir flow upplifunum eru:
-
Jafnvægi milli áskorana og eigin hæfni
-
Skýrt skilgreint verkefni
-
Aðgengi að endurgjöf um það sem gert er
-
Að hægt sé að ljúka verkefnum
-
Að hægt sé að vinna ótruflað
Vinnuumhverfissetrið veitir ráðgjöf um þróun vinnuumhverfis sem ýtir undir flow upplifanir hjá
fyrirtækjum. Við bjóðum einnig kerfisbundnar flow mælingar sem verkfæri í starfi að umbótum
í vinnuumhverfinu, endurskipulagningu/skipulagsbreytingum á vinnustaðnum auk þess sem
mælingarnar gagnast við framkvæmd starfsmannasamtala og starfsþróun.
Vinnuumhverfissetrið býður víðfema þjónustu þ.m.t. á eftirtöldum sviðum: vinnuvernd, áhættumat, öryggis- og heilbrigðismál, heilsuvernd, vinnuumhverfisstjórnun, öryggisnefnd, öryggistrúnaðarmaður, öryggisvörður, öryggismenning, öryggi, öryggiskerfi, öryggisstjóri, hávaði, hljóðvist, lýsing, árleg úttekt búnaðar, viðurkenningar nálguninni, líkamsbeiting, félagsauður, CE merkingar, slysarannsóknir, inniloft, efnahættur, varasöm efni, hönnun vinnuumhverfis, atferlisstjórnun, stjórnendastýrt öryggi, samfélagsábyrgð, úttekt lagerrekkar, árleg skoðun stiga, lausir stigar, árleg úttekt ásláttarbúnaðar, ásláttarbúnaður, ATEX, PED, styrkleikastýrt fyrirtæki, jákvæð sálfræði, samþætt forvarnarstarf, heilsuefling, öryggis- og heilbrigðisáætlun, áhættugreiningar, sálfélagslegt vinnuumhverfi, jákvætt stress, vinnuumhverfis coaching, vinnuumhverfismarkþjálfun, markþjálfun, námskeið, stjórnendanámskeið, vinnuverndarnámskeið, hnipping (nudging), röð og regla, vinnuvernd og þekkingarstjórnun, umbreytingastjórnun.