top of page

Líkamsbeiting - Ergonomi

Við höfum líklega flest fengið verki í bak, vöðva eða liði einhvern tíma á lífsleiðinni eða eigum nákomna sem hafa lent í því. Á síðustu árum hefur þeim fjölgað sem hafa fengið slíka upplifun og eru álagssjúkdómar tengdir líkamsbeitingu meðal útbreiddustu vandamála á vinnuumhverfissviðinu í dag. Löggjafinn leitast því við að draga úr vandamálum á þessu sviði.

Lög 46/1980

V. kafli. Framkvæmd vinnu.

 37. gr. Vinnu skal haga og framkvæma þannig, að gætt sé fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar og hollustuhátta.

Fylgja skal viðurkenndum stöðlum, ákvæðum laga og reglugerða, svo og fyrirmælum Vinnueftirlits ríkisins, að því er varðar aðbúnað, hollustuhætti og öryggi.

Álag af líkamsbeitingu nær til margra þátta en oft er horft sérstaklega til eftirfarandi:

 

  •  Vinnustellingar

  • Síendurteknar einhæfar hreyfingar

  • Að lyfta hlutum

  • Ýta og draga hluti

 

Við mat á álagsþáttum er oft horft til einhverra hinna þekktu aðferða á markaðnum s.s. „Norræna matskerfið“ sem norðurlandaþjóðirnar þróuðu og gáfu út á sínum tíma. Aðferðina má m.a. finna í bæklingi Vinnueftirlitsins “Líkamlegt álag við vinnu” en þar er fjallað um forvarnir gegn álagsmeinum og gerð grein fyrir “norræna matskerfinu”. Norræna matskerfið inniheldur eins konar umferðaljósakerfi við mat á álagi á hreyfi- og stoðkerfi með þrískiptum kvarða samkvæmt litakerfi í gult, rautt og grænt eftir metnu umfangi áhættu. Rautt samkvæmt þessari aðferð er óviðunandi vinnuskilyrði, gult er vafamál sem þarf að greina nánar en grænt er viðunandi vinnuskilyrði. Með aðferðinni fylgja töflur sem nýtast við greiningu á vinnuumhverfinu. 

 

 

Þegar kenningum vinnuvistfræði er beitt til að leysa eða koma í veg  fyrir vandamál varðandi líkamsbeitingu er almennt skilvirkast að greina hinar fyrirliggjandi sértæku vinnuaðstæður. Stundum geta jafnvel minnstu vinnuvistfræðilegu breytingar í hönnun búnaðar, verkstöðva eða verkefna valdið meiriháttar umbótum varðandi þægindi starfsmanns, heilsu, öryggi og framleiðni.

Óháð umfangi þeirra fyrirhuguðu vinnuvistfræðilegu breytinga sem verið er að ígrunda að innleiða á vinnustaðnum þá er mikilvægt að hafa samráð við starfsfólkið sem málið varðar. Hugmyndir þeirra geta verið mjög gagnlegar við ákvörðun um hvaða breytinga sé þörf. Þeir þekkja eigin störf betur en nokkur annar.

 

Vel hönnuð vinnuaðstaða er mikilvæg til að koma í veg fyrir álagssjúkdóma sem tengjast vondum vinnuaðstæðum og til að tryggja góða framleiðni. Nokkur mikilvæg atriði að hafa í huga eru:

 

  • Allar verkstöðvar ættu að vera hannaðar með tilliti til bæði starfsmannsins og verkefnisins

  • Vel hönnuð verkstöð ætti að gera starfsmanni fært um að viðhalda réttri og þægilegri líkamsstöðu

  • Ígrundið helstu vinnuvistfræðilegu þætti s.s. líkamsstærð (höfuðhæð, seilingarfjarlægð, lengd fótleggja o.fl) við hönnun starfsstöðva og veljið stillanlegan búnað eftir þörfum.

  • Ef starf krefst ekki notkunar mikilla líkamlegra krafta og er framkvæmanlegt á takmörkuðu svæði ætti verkið að vera framkvæmt í sitjandi stöðu

  • Seta allan daginn er ekki góð fyrir líkamann, því ætti að vera nokkur fjölbreytni í framkvæmd verkefna

  • Þegar þú ígrundar umbætur á verkstöð ætti að hafa eftirfarandi reglu í huga „Ef þér finnst það í lagi – þá er það líklega í lagi. Ef þér finnst það óþægilegt, þá er líklega eitthvað rangt við hönnunina, ekki starfsmanninn“.

 

Að lokum minnum við á að áratugum saman var það viðtekin venja að horfa á fyrirtækin sem „sjúklinga“ en á síðustu misserum hefur orðið aukin vitund um að stundum getur starfsmaðurinn líka verið „sjúklingurinn“. Þetta hefur leitt af sér mjög aukna áherslu á fræðslu starfsmanna um líkamsbeitingu og heilsueflingu hjá fyrirtækjum á liðnum árum. 

 

Vinnuumhverfissetrið ehf býður fræðsluerindi, úttektir á vinnuumhverfi, ráðgjöf varðandi hönnun og CE merkingar, ráðgjöf um vinnuskipulag, ráðgjöf um heilsueflingu, ráðgjöf um val og notkun hjálpartækja o.fl.

 

Vinnuumhverfissetrið býður víðfema þjónustu þ.m.t. á eftirtöldum sviðum: vinnuvernd, áhættumat, öryggis- og heilbrigðismál, heilsuvernd, vinnuumhverfisstjórnun, öryggisnefnd, öryggistrúnaðarmaður, öryggisvörður, öryggismenning, öryggi, öryggiskerfi, öryggisstjóri, hávaði, hljóðvist, lýsing, árleg úttekt búnaðar, viðurkenningar nálguninni, líkamsbeiting, félagsauður, CE merkingar, slysarannsóknir, inniloft, efnahættur, varasöm efni, hönnun vinnuumhverfis, atferlisstjórnun, stjórnendastýrt öryggi, samfélagsábyrgð, úttekt lagerrekkar, árleg skoðun stiga, lausir stigar, árleg úttekt ásláttarbúnaðar, ásláttarbúnaður, ATEX, PED, styrkleikastýrt fyrirtæki, jákvæð sálfræði, samþætt forvarnarstarf, heilsuefling, öryggis- og heilbrigðisáætlun, áhættugreiningar, sálfélagslegt vinnuumhverfi, jákvætt stress, vinnuumhverfis coaching, vinnuumhverfismarkþjálfun, markþjálfun, námskeið, stjórnendanámskeið, vinnuverndarnámskeið, hnipping (nudging), röð og regla, vinnuvernd og þekkingarstjórnun, umbreytingastjórnun.   

bottom of page