top of page

Löggjöfin gerir kröfu um að öll íslensk fyrirtæki framkvæmi áhættumat og vinni skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað (sbr. 65 gr. laga nr. 46/1980). Í þessu felst að fyrirtækin eiga að rýna vinnuumhverfið, finna hvar skóinn kreppir og gera áætlun um úrbætur. Það er valfrelsi um aðferðir við framkvæmd áhættumatsins en almenna krafan er að aðferðin hæfi til verksins.

 

Þátttaka í framkvæmd áhættumats er að líkindum burðarásinn í starfi flestra öryggisnefnda. Ferlinu við framkvæmd áhættumats má lýsa á marga vegu en í grunninn snýst ferlið um greiningu á vinnuumhverfi, forgangsröðun vandamála sem finnast, orsakagreiningu vandamálanna, val á lausn, framkvæmd (þ.m.t. framkvæmdaáætlun) og eftirfylgni.

 

Áhættumatsferlið

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Til er mikill fjöldi verkfæra sem hæfa einstökum þáttum í áhættumatsferlinu og veita sérfræðingar Vinnuumhverfissetursins ehf ráðgjöf um skilvirka framkvæmd. Það er hægt að framkvæma áhættumatsferli á marga vegu. Sem dæmi má styðjast við 6 skrefa aðferð Vinnueftirlitsins og nota vinnuumhverfisvísi frá Vinnueftirlitinu. Einnig eru til aðferðir sem byggja á opnum gátlistum og samræðu við starfsmenn þ.e. fundum af ýmsu tagi. Þá má nefna aðferðir sem byggja á formlegum skoðunarferðum úttektaraðila, aðferðum með viðtölum við starfsmenn og aðferðir sem byggja á samþættingu við þau stýrikerfi sem fyrirtækin búa yfir (gæðastjórnun, umhverfisstjórnun o.s.frv). 

 

Einnig má nefna sérstök “þemu” áhættumatsferli þ.e. þegar framkvæmdin beinist sérstaklega að einhverju sem þykir áhugavert fyrir viðkomandi fyrirtæki s.s. líkamsbeiting, efnanotkun, vélaöryggi, sálfélagslegt vinnuumhverfi o.s.frv. Þá er ótalinn sá möguleiki að samtvinna áhættu- matið við sértæk verkfæri vinnuumhverfisstarfs s.s. vinnu við öryggismenningu, félagsauð, kenninguna um flow o.fl. 

 

Vinnuumhverfissetrið ráðleggur fyrirtækjum við val á aðferðum og við framkvæmd og eftirfylgni áhættumats. Oftast er beytt margþættum nálgunum t.d. blöndu af formlegum skoðunarferðum um fyrirtæki, samræðum við starfsmenn, notkun spurningalista o.fl.

 

Vinnuumhverfissetrið býður víðfema þjónustu þ.m.t. á eftirtöldum sviðum: vinnuvernd, áhættumat, öryggis- og heilbrigðismál, heilsuvernd, vinnuumhverfisstjórnun, öryggisnefnd, öryggistrúnaðarmaður, öryggisvörður, öryggismenning, öryggi, öryggiskerfi, öryggisstjóri, hávaði, hljóðvist, lýsing, árleg úttekt búnaðar, viðurkenningar nálguninni, líkamsbeiting, félagsauður, CE merkingar, slysarannsóknir, inniloft, efnahættur, varasöm efni, hönnun vinnuumhverfis, atferlisstjórnun, stjórnendastýrt öryggi, samfélagsábyrgð, úttekt lagerrekkar, árleg skoðun stiga, lausir stigar, árleg úttekt ásláttarbúnaðar, ásláttarbúnaður, ATEX, PED, styrkleikastýrt fyrirtæki, jákvæð sálfræði, samþætt forvarnarstarf, heilsuefling, öryggis- og heilbrigðisáætlun, áhættugreiningar, sálfélagslegt vinnuumhverfi, jákvætt stress, vinnuumhverfis coaching, vinnuumhverfismarkþjálfun, markþjálfun, námskeið, stjórnendanámskeið, vinnuverndarnámskeið, hnipping (nudging), röð og regla, vinnuvernd og þekkingarstjórnun, umbreytingastjórnun.   

Áhættumat Starfa 

( Val á aðferðum, greining, forgangsröðun og þróun lausna) 

bottom of page