top of page

Öryggismenning fyrirtækja hefur mikil áhrif á árangur fyrirtækja í öryggis- og vinnuverndar- málum. Öryggismenning vísar til þeirra þátta fyrirtækjamenningarinnar sem varða öryggis- og vinnuverndarmál og mörg fyrirtæki nota hugtakið sem tilvísun til tilhneigingar starfsmanna sinna til að fylgja reglum eða sýna öruggt- og/eða óöruggt atferli. 

 

Reynsla fyrirtækja t.d. í olíuiðnaði (Off-shore) er að ekki náist að fyrirbyggja öll slys með 

öryggis- og vinnuumhverfisstjórnunarkerfum, því sé þörf fyrir nálganir sem beina athyglinni 

sérstaklega að mannlega þættinum eins og t.d. öryggismenningu. Í daglegum störfum 

verði alltaf aðstæður þar sem starfsmennirnir velja sjálfir hvernig þeir bregðast við út frá 

venjum, hefðum og viðhorfum. Fullkomið öryggi næst því einungis ef venjur, hefðir og viðhorf 

starfsmanna eru öruggar (Reason, Parker & Lawton 1998). 

 

Það er ekki til nein einhlýt skilgreining á hugtakinu öryggismenning né hvernig hún skuli 

mæld. Vinnuumhverfissetrið ehf styðst við aðferðarfræði byggða á líkani Cooper´s (M.D. Cooper 2000) sem felst í þríþættri nálgun:

Öryggismenning

Við greiningu og mótun öryggismenningar er oftast stuðst við mælingar á fyrirbrigðinu

öryggisanda þ.e. hinni sameiginlegu skynjun starfsfólks á stefnu, verklagsreglum og 

framkvæmdum fyrirtækja (upplifuð forgangsröðun). 

 

Það er til fjöldi verkfæra til að greina öryggisanda hjá fyrirtækjum en Vinnuumhverfissetrið styðst 

einkum við alþjóðlega viðurkenndan spurningalista með 50 spurningum á 7 víddum. 

Starfsfólk Vinnuumhverfissetursins styður greiningarvinnuna síðan með viðtölum við starfsfólk og formlegri rýni á innviðum fyrirtækja varðandi öryggis- og vinnuverndarþætti.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mögulegar tillögur Vinnuumhverfissetursins ehf að íhlutunarverkefnum byggja á niðurstöðum mælinga og sannreyndum aðferðum í nágrannalöndum okkar.

 

 

Vinnuumhverfissetrið býður víðfema þjónustu þ.m.t. á eftirtöldum sviðum: vinnuvernd, áhættumat, öryggis- og heilbrigðismál, heilsuvernd, vinnuumhverfisstjórnun, öryggisnefnd, öryggistrúnaðarmaður, öryggisvörður, öryggismenning, öryggi, öryggiskerfi, öryggisstjóri, hávaði, hljóðvist, lýsing, árleg úttekt búnaðar, viðurkenningar nálguninni, líkamsbeiting, félagsauður, CE merkingar, slysarannsóknir, inniloft, efnahættur, varasöm efni, hönnun vinnuumhverfis, atferlisstjórnun, stjórnendastýrt öryggi, samfélagsábyrgð, úttekt lagerrekkar, árleg skoðun stiga, lausir stigar, árleg úttekt ásláttarbúnaðar, ásláttarbúnaður, ATEX, PED, styrkleikastýrt fyrirtæki, jákvæð sálfræði, samþætt forvarnarstarf, heilsuefling, öryggis- og heilbrigðisáætlun, áhættugreiningar, sálfélagslegt vinnuumhverfi, jákvætt stress, vinnuumhverfis coaching, vinnuumhverfismarkþjálfun, markþjálfun, námskeið, stjórnendanámskeið, vinnuverndarnámskeið, hnipping (nudging), röð og regla, vinnuvernd og þekkingarstjórnun, umbreytingastjórnun.   

bottom of page