top of page

Líklega má segja að mikilvægasta upplýsingalíffærið okkar sé augun – en hagnýting sjónarinnar er náttúrulega háð því að lýsingin sé í lagi. Gæði lýsingar eru mikilvæg ekki bara fyrir vinnuumhverfið og öryggið heldur líka nákvæmnina og vinnuhraðan þ.e. gæði vinnunnar

 

Mismunur í ljósmagni, ljóslit og stefnu ljóss hafa mikil áhrif á vellíðan, hvatningu og starfshæfni starfsmanna á vinnustöðum. Litaendurgjöf, flökt og yfirlýsing (of miklar andstæður lýstra og ólýstra flata) geta orsakað ýmiss óþægindi. Meðal óæskilegra áhrifa af rangri lýsingu má nefna augnþreytu, höfuðverk og almenna þreytu, verki og vöfðabólgu í hnakka, herðum og baki auk þess sem lýsing getur verið orsakavaldur í vinnuslysum.

 

Meðal algengra vankanta við lýsingu má nefna speglun frá skjám, birtu frá glugga bakvið skerminn eða of lítil eða of mikil almenn lýsing sem geta leitt til höfuðverkja, og spennu í hnakka, herðum og handleggjum. Mikilvægi lýsingar sem vinnuverndarþáttar er oft vanmetin þó að ljósgæði séu venjulega hvað ódýrasti vinnuumhverfisþátturinn að bæta úr.Lýsing er mæld í einingunni Lux. - Heiðbjartur sólskinsdagur: yfir 100.000 Lux -Grár vetrardagur : 800-1200 Lux - Næturhiminn með tunglsljósi: 1-10 Lux.

 

Árið 2002 uppgvötaði rannsóknarfólk ljósnæmar frumur í auganu sem kallaðar eru ganglion frumur sem hafa mikil áhrif á líffræðilegu klukkuna okkar. Þegar dagsljósið skellur á þessum frumum senda þær boðmerki til heilans og á þann hátt er hin líffræðilega klukka okkar endurstillt þannig að hún svari til sólarhringssveiflunnar milli ljóss og myrkurs (kortisól vekur upp, melatonin til að syfja).

Þannig getur mikið ljós á röngum tímapunktum eða of lítið yfir daginn leitt til vandamála. Rannsóknir sýna að framleiðsla líkamans af melatonin takmarkast ef við verðum fyrir birtu á næturnar. Melatonin sem er líka kallað svefnhormónið – hefur mikil áhrif á sólarhringsrytma og svefn. Hormónið hefur einnig áhrif á meltingu, húmor og einbeitingarhæfni okkar. Nýlegar rannsóknir gefa einnig til kynna að Melatonin styrki ónæmiskerfið.

 

Fræðimaður frá Ergonomic Institut i Berlin hefur tekið saman niðurstöður fjölda rannsókna í vísindagreininni ”Daylight for Health and Efficiency”. Hann kemst þar að þeirri niðurstöðu að skólanemendur og skifstofufólk skili meiri framleiðni þegar þau vinna í rými með miklu dagsljósi. Í greininni er m.a. vísað til stórrar amerískrar rannsóknar eftir Heschong-Mahone-Group sem sýndi fram á það árið 2002 að nemendur í bekkjum með mesta dagsbirtu lásu 26% hraðar en börn í bekkjunum með minnstu dagsbirtuna. Góð lýsing á vinnustaðnum og gott vinnuljós eru mikilvæg þegar hlutirnir snúast um að hámarka afkastagetuna, ekki síðst nú þegar vinnuaflið verður stöðugt eldra.

 

Vinnuumhverfissetrið ehf. býður fræðslu, mælingar, úttektir og ráðgjöf varðandi lýsingu með hliðsjón af kröfum vinnuverndarlaga.

 

Vinnuumhverfissetrið býður víðfema þjónustu þ.m.t. á eftirtöldum sviðum: vinnuvernd, áhættumat, öryggis- og heilbrigðismál, heilsuvernd, vinnuumhverfisstjórnun, öryggisnefnd, öryggistrúnaðarmaður, öryggisvörður, öryggismenning, öryggi, öryggiskerfi, öryggisstjóri, hávaði, hljóðvist, lýsing, árleg úttekt búnaðar, viðurkenningar nálguninni, líkamsbeiting, félagsauður, CE merkingar, slysarannsóknir, inniloft, efnahættur, varasöm efni, hönnun vinnuumhverfis, atferlisstjórnun, stjórnendastýrt öryggi, samfélagsábyrgð, úttekt lagerrekkar, árleg skoðun stiga, lausir stigar, árleg úttekt ásláttarbúnaðar, ásláttarbúnaður, ATEX, PED, styrkleikastýrt fyrirtæki, jákvæð sálfræði, samþætt forvarnarstarf, heilsuefling, öryggis- og heilbrigðisáætlun, áhættugreiningar, sálfélagslegt vinnuumhverfi, jákvætt stress, vinnuumhverfis coaching, vinnuumhverfismarkþjálfun, markþjálfun, námskeið, stjórnendanámskeið, vinnuverndarnámskeið, hnipping (nudging), röð og regla, vinnuvernd og þekkingarstjórnun, umbreytingastjórnun.   

Lýsing

bottom of page