top of page

Stjórnendagrundvallað öryggi felst í aukinni virkjun stjórnenda í stjórnun öryggis- og heilbrigðismála á vinnustaðnum. Þetta felst í grunninn einfaldlega í að auka samskipti stjórnenda við starfmenn varðandi öryggis- og heilbrigðismál.

 

  • Athygli er eitt af öflugustu verkfærunum sem stjórnendur búa yfir til að gefa til kynna 

     

    hvað þeir hafa í forgangi og meta mest. Starfsmenn geta ráðið í gildi og forgangsmál 

     

    út frá þeim þáttum sem stjórnendurnir beina athygli að, hafa augu með og mæla. Ef 

     

    stjórnandi er stöðugt með athyglina á framleiðninni og því hversu langt menn eru 

     

    á eftir framleiðsluáætlunum munu starfsmenn draga ályktun um að framleiðni sé 

     

    mikilvægt gildi. Það gildir m.ö.o. að boðmerkin sem send eru út í hinum daglegu 

     

    samskiptum milli stjórnenda og starfsmanna eru mikilvæg.

Stjórnendastýrt öryggi (Leader Based Safty)

Stjórnandin vísar alltaf veginn

  •  

    Rétt eins og með miðlun athygli þá er miðlun takmarkaðra úrræða/bjarga mjög skýr

     

    vísbending um hvaða gildi stjórnandinn leggur áherslu á. Stjórnandinn getur fjarlægt 

     

    eða bætt við úrræði/bjargir til deilda eða starfsmannahópa á grundvelli þess í hvaða 

     

    mæli viðkomandi haga sér í samræmi við þau gildi og sannfæringu sem stjórnandinn 

     

    óskar.

  • Gegnum óformleg sem formleg samskipti við starfsmennina getur stjórnandinn sent

     

    mjög sterk skilaboð um hvaða gildi hann leggur áherslu á og óskar sér. Aftur er það 

     

    hin daglegu samskipti milli stjórnanda og starfsmanns sem gegna lykilhlutverki í 

     

    mótun menningar.

 

  • Ef stjórnendur vilja tryggja að gildi þeirra og sannfæringar verði innlimuð í

     

    menninguna þurfa þeir að skapa umbunar-, forfrömunar- og stöðutáknakerfi sem er í 

     

    samræmi við óskirnar.

 

  • Stjórnendur hafa völdin til að velja hvaða fólk er ráðið, forframað eða rekið. Í þessu

     

    valdi felst góður möguleiki á að ýta undir ákveðna sannfæringu og gildi með því að 

     

    ráða og forframa starfsfólk sem býr yfir viðkomandi sannfæringum samhliða því sem 

     

    men geta látið vera að ráða – eða beinlínis rekið starfsfólk sem ekki býr yfir þeim 

     

    gildum sem óskað er eftir.

 

 

 

Stjórnendur standa stöðugt frammi fyrir árekstrum andstæðra krafna s.s. samkeppandi

markmiðum (t.d. tillit til markmiðs um framleiðslu og tillit til markmiðs um öryggi), tímatengdir 

árekstrar (til skemmri tíma litið getur tillit til öryggisþátta hamlað framleiðninni, til lengri tíma 

borgar það sig) og athygli árekstrar (tíðar og stöðugar upplýsingar um framleiðslu annars 

vegar og hins vegar fátíðari upplýsingar um öryggi og vinnuslys)=> takmarkað rökrænt 

atferli: Athygli >> Athygli

 

Það hefur verið sýnt fram á það við rannsóknir að aukin tíðni samskipta stjórnenda við 

starfsmenn hefur jákvæð áhrif á öryggisanda og dregur úr slysatíðni. Í þessu felst einnig að 

fyrirtæki færa aukna ábyrgð yfir á stjórnendur auk þess sem forvarnarstarfið verður forvirkara 

(proactive).

„What gets measured gets managed“ (Zohar)

 

Vinnuumhverfissetrið aðstoðar fyrirtæki við að taka upp stjórnendagrundvallað öryggi en það felst m.a. 

í fræðslu um mikilvægi íhlutunar, fræðslu um aukningu og framkvæmd samtala stjórnenda við starfs-

menn um öryggismál, mælingar á tíðni samskipta um öryggismál með ESM aðferð, markþjálfun o.fl.

 

 

Vinnuumhverfissetrið býður víðfema þjónustu þ.m.t. á eftirtöldum sviðum: vinnuvernd, áhættumat, öryggis- og heilbrigðismál, heilsuvernd, vinnuumhverfisstjórnun, öryggisnefnd, öryggistrúnaðarmaður, öryggisvörður, öryggismenning, öryggi, öryggiskerfi, öryggisstjóri, hávaði, hljóðvist, lýsing, árleg úttekt búnaðar, viðurkenningar nálguninni, líkamsbeiting, félagsauður, CE merkingar, slysarannsóknir, inniloft, efnahættur, varasöm efni, hönnun vinnuumhverfis, atferlisstjórnun, stjórnendastýrt öryggi, samfélagsábyrgð, úttekt lagerrekkar, árleg skoðun stiga, lausir stigar, árleg úttekt ásláttarbúnaðar, ásláttarbúnaður, ATEX, PED, styrkleikastýrt fyrirtæki, jákvæð sálfræði, samþætt forvarnarstarf, heilsuefling, öryggis- og heilbrigðisáætlun, áhættugreiningar, sálfélagslegt vinnuumhverfi, jákvætt stress, vinnuumhverfis coaching, vinnuumhverfismarkþjálfun, markþjálfun, námskeið, stjórnendanámskeið, vinnuverndarnámskeið, hnipping (nudging), röð og regla, vinnuvernd og þekkingarstjórnun, umbreytingastjórnun.   

bottom of page