top of page

Appreciative Inquiry eða „Viðurkenningar nálgunin“ er aðferð til að þróa skipulagsheildir

 

á grundvelli þess besta í fortíð og nútíð!. Appreacative Inquiry er amerísk 

 

aðgerðarrannsóknaraðferð til að vinna með þróun fyrirtækja og búin til af David Cooperrider 

 

og Suresh Srivastva hjá Case Western University á miðjum níunda áratugnum.

 

 

Reyndu augnablik að hugsa til baka til vinnudags eða atviks í vinnunni þinni sem gladdi þig, 

 

þ.e. eins þeirra daga þegar hlutirnir gengu alveg glimrandi vel. Ígrundaðu síðan daginn eða 

 

atvikið örlítið nánar. Hvað var það sem gerði þetta að svo góðri upplifun fyrir þig? Hvað gerðir 

 

þú eða aðrir öðruvísi, meira eða minna af o.s.frv? Þegar þú hefur rannsakað daginn eða 

 

atvikið vandlega veltu því þá fyrir þér hvað hefði hugsanlega getað gert daginn eða atvikið 

 

ennþá betra.

 

 

Þegar þú hefur svarað þessum spurningum í huga þér hefur þú formað sögur af sigrum. 

 

Nú skaltu hugsa fram á veginn og velta fyrir þér hvernig þú getur notað vitneskjuna af 

 

sigurvegarasögunni þinni til að skapa ennþá fleiri góða daga/upplifanir á vinnustaðnum 

 

þínum. Ímyndaðu þér næst að allir í deildinni þinni eða á vinnustaðnum svöruðu sömu 

 

spurningunum hér að ofan um góðu dagana. Slíkt myndi gefa innsýn í hina gríðarlegu 

 

möguleika sem fyrirfinnast hjá fyrirtækinu og myndi skapa öflugan hvatningargrunn til að 

 

skapa ennþá betra fyrirtæki.

 

 

Það er nákvæmlega þetta sem er “Appreciative Inquiry”.

 

 

 

Aðferðin (og kenningin) fjallar um hvernig maður getur unnið með þróun í skipulagsheildum,

 

með fókus á þá þætti sem virka. Myndin hér að neðan gefur grunnhugmyndina að baki 

 

aðferðinni til kynna gegnum samanburð við hefðbundna vandamálanálgun vesturlandabúa.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Myndin sýnir AI í samanburði við þá aðferðarfræði sem flest okkar þekkja alltof vel 

 

vandamálamiðuðu nálgunina. Í vandamálanálgunaraðferðinni eru það náttúrulega 

 

vandamálin sem eru í brennidepli. Menn leita uppi stærstu vandamálin í skipulagsheildinni, 

 

ígrunda þau og rannsaka hvaðan þau koma. Í framhaldinu ákvarða menn hvað þarf til að 

 

forðast slík vandamál í framtíðinni (menn verða sérfræðingar í því sem ekki virkar – í stað 

 

þess sem virkar).

 

 

Vinnuumhverfissetrið ehf býður alhliða ráðgjöf við innleiðingu á aðferðum hinnar Viðurkennandi nálgunar (AI) hjá fyrirtækjum. Við bjóðum einnig mælingar, námskeiðahald o.fl.

 

 

Vinnuumhverfissetrið býður víðfema þjónustu þ.m.t. á eftirtöldum sviðum: vinnuvernd, áhættumat, öryggis- og heilbrigðismál, heilsuvernd, vinnuumhverfisstjórnun, öryggisnefnd, öryggistrúnaðarmaður, öryggisvörður, öryggismenning, öryggi, öryggiskerfi, öryggisstjóri, hávaði, hljóðvist, lýsing, árleg úttekt búnaðar, viðurkenningar nálguninni, líkamsbeiting, félagsauður, CE merkingar, slysarannsóknir, inniloft, efnahættur, varasöm efni, hönnun vinnuumhverfis, atferlisstjórnun, stjórnendastýrt öryggi, samfélagsábyrgð, úttekt lagerrekkar, árleg skoðun stiga, lausir stigar, árleg úttekt ásláttarbúnaðar, ásláttarbúnaður, ATEX, PED, styrkleikastýrt fyrirtæki, jákvæð sálfræði, samþætt forvarnarstarf, heilsuefling, öryggis- og heilbrigðisáætlun, áhættugreiningar, sálfélagslegt vinnuumhverfi, jákvætt stress, vinnuumhverfis coaching, vinnuumhverfismarkþjálfun, markþjálfun, námskeið, stjórnendanámskeið, vinnuverndarnámskeið, hnipping (nudging), röð og regla, vinnuvernd og þekkingarstjórnun, umbreytingastjórnun.   

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Appreciative Inquiry (Viðurkenningar Nálguninn)

bottom of page