top of page

Þegar vinnuslys verða er mikilvægt að greina hvað það var sem fór úrskeiðis. Einungis með þeim hætti er mögulegt að fyrirbyggja að eitthvað sambærilegt eða jafnvel ennþá verra, komi fyrir aftur. Greining vinnuslysa snýst ekki um leit að sökudólgum eða ábyrgðaraðilum heldur um að varpa ljósi á alla þætti sem skiptu máli varðandi viðkomandi tilvik. Oft upplifum við slys nánast sem einhverjar óviðráðanlegar tilviljanir. Þegar slys eru upplifuð með þeim hætti yfirsjást möguleikarnir á forvörnum – þetta á einnig við þegar við útskýrum slysið með því að “Sigríður hefði bara átt að hugsa sig betur um”.

 

Vegna mikilvægis vinnuslysa þá hefur löggjafinn sett kröfur víða í regluverkinu sem skylda fyrirtæki til að rannsaka og halda skráningu um slys og óhöpp. Þannig segir sem dæmi í vinnuverndarlögunum 46/1980:

78. gr. laganna orðast svo:

 

"Atvinnurekandi skal skrá öll slys sem eiga sér stað á vinnustaðnum og leiða til andláts eða óvinnufærni starfsmanns í einn eða fleiri daga, auk þess dags sem slysið varð. Hið sama gildir um þá sjúkdóma sem atvinnurekandi hefur rökstuddan grun eða vitneskju um að eigi rætur sínar að rekja til starfsins eða annarra aðstæðna á vinnustaðnum. Einnig skal atvinnurekandi skrá óhöpp sem eiga sér stað á vinnustaðnum og eru til þess fallin að valda slysum. Vinnueftirlit ríkisins, þeir aðilar sem starfa að vinnuvernd innan fyrirtækja, sbr. 4.–6. gr. og þjónustuaðili, sbr. 66. gr. a, skulu hafa aðgang að skránni. Atvinnurekandi og þeir aðilar sem taldir eru upp í 2. mgr. skulu fara með persónuupplýsingar úr skránni sem trúnaðarmál. Félagsmálaráðherra setur nánari reglur, að fenginni umsögn stjórnar Vinnueftirlits ríkisins, um skráningu slysa, óhappa og sjúkdóma".

 

Við greiningu vinnuslysa þarf að skoða atvikin frá öllum hliðum og leita eins margra skýringa og mögulegt er. Tilgangur slysrannsóknarvinnunnar er margþættur:

 

  • Hindra atvik í framtíðinni (sem leiða til slysa)

  • Greina og fjarlægja hættur

  • Varpa ljósi á galla í framleiðsluferlum og/eða búnaði

  • Draga úr kostnaði vegna slysa- og skaðabóta

  • Viðhalda vinnumóral starfsmanna

  • Uppfylla kröfur löggjafans um rannsókn alvarlegra slysa og óhappa

 

Það er mikilvægt að læra af þeim slysum sem eiga sér stað en það er jafn mikilvægt að ná utanum hin hættulegu tilvik sem koma upp án þess að um líkamstjón sé að ræða. Þessi hættulegu tilvik eru stundum kölluð óhöpp (rekstrartruflanir og eignatjón en ekki meiðsl á fólki) eða næstum því slys (atvik sem hefði við aðrar aðstæður getað leitt til slyss).

 

Skráning og greining vinnuslysa gefur fyrirtækjum aukna vitneskju um áhættur við vinnuna og möguleika á að beita skilvirkum forvörnum því oft eru það sambærileg slys sem eru að koma upp aftur og aftur. Greining á orsökum vinnuslysa reynist oft nokkru flóknara ferli en búist mætti við en þetta felst m.a. í að leitað er svara við spurningunum

 

  • hvað gerðist

  • hvers vegna gerðist þetta

  • hvernig er hægt að fyrirbyggja að sambærilegt tilvik komi upp aftur.

 

Oft kemur á daginn að slys eiga sér margar og samverkandi orsakir þannig að réttast væri að tala um orsakakeðjur. Greiningarvinnan er unnin í tveim skrefum. Fyrst er framkvæmd athugun á slysavettvangi þar sem aflað er nákvæmra upplýsinga um atburðarrásina í tengslum við slysið. Þetta er gert með því að ræða við hinn slasaða og hugsanleg vitni um hvað gerðist og samhliða er oft unnin lýsing eða gerð mynd/teikning af slysstaðnum. Þegar atburðarrásin liggur fyrir er hafist handa við að leita hinna undirliggjandi orsaka fyrir atburðarrásinni þ.e. leitað svara við hversvegna atvik og aðstæður bar að með þeim hætti sem raunin varð (þ.e. sú greining sem á að koma í veg fyrir að sambærileg slys gerist á ný). ”Illgresis slysamyndin” eða The Accident Weed” er oft notuð til að skýra framkvæmdina við orsakagreiningu.

Slysarannsóknir

Að yfirvinna sálfræðilegar hindranir

 

Það geta verið vandamál af sálrænum toga bundin slysarannsóknum. Þetta fer náttúrulega eftir eðli sjálfs slyssins og þeirra einstaklinga sem koma við sögu. Sektarkennd, ábyrgð, upplifunin að hafa hagað sér heimskulega o.fl. eru allt mikilvægir þættir fyrir þá sem koma við sögu og eru ráðandi um hversu opið fólk er fyrir að tjá sig. 

 

Þrátt fyrir að menn leitist við að vera hlutlægir þá getur líka verið erfitt að komast hjá því að rannsóknin dragi dám af þeim viðhorfum sem menn hafa í garð hins slasaða, fyrirtækisins eða vinnuumhverfisins. Séu menn t.d. þeirrar skoðunar að hinn slasaði sé oft klaufskur þá eiga menn á hættu að þeim yfirsjáist hinar eiginlegu orsakir að baki slysinu vegna þess að menn álikta ómeðvitað að slysið hafi orðið vegna þess að hinn slasaði hafi verið klaufskur eins og venjulega.

 

Leitist við að vera eins hlutlæg og mögulegt er þegar þið rannsakið vinnuslys og bíðið með að draga áliktanir þar til allar staðreyndir hafa verið teknar saman.

 

Vinnuumhverfissetrið ehf býður alhliða aðstoð og ráðgjöf varðandi rannsóknir á vinnuslysum, óhöppum og næstum slysum. Við höldum einnig reglulega námskeið um slysarannsóknir og forvarnarstarf. 

 

Vinnuumhverfissetrið býður víðfema þjónustu þ.m.t. á eftirtöldum sviðum: vinnuvernd, áhættumat, öryggis- og heilbrigðismál, heilsuvernd, vinnuumhverfisstjórnun, öryggisnefnd, öryggistrúnaðarmaður, öryggisvörður, öryggismenning, öryggi, öryggiskerfi, öryggisstjóri, hávaði, hljóðvist, lýsing, árleg úttekt búnaðar, viðurkenningar nálguninni, líkamsbeiting, félagsauður, CE merkingar, slysarannsóknir, inniloft, efnahættur, varasöm efni, hönnun vinnuumhverfis, atferlisstjórnun, stjórnendastýrt öryggi, samfélagsábyrgð, úttekt lagerrekkar, árleg skoðun stiga, lausir stigar, árleg úttekt ásláttarbúnaðar, ásláttarbúnaður, ATEX, PED, styrkleikastýrt fyrirtæki, jákvæð sálfræði, samþætt forvarnarstarf, heilsuefling, öryggis- og heilbrigðisáætlun, áhættugreiningar, sálfélagslegt vinnuumhverfi, jákvætt stress, vinnuumhverfis coaching, vinnuumhverfismarkþjálfun, markþjálfun, námskeið, stjórnendanámskeið, vinnuverndarnámskeið, hnipping (nudging), röð og regla, vinnuvernd og þekkingarstjórnun, umbreytingastjórnun.   

bottom of page