top of page

Öryggisstjóri - Vinnuverndarsérfræðingur

 

 

Mörg fyrirtæki eru af þeirri stærðargráðu og eðli starfsemi þeirra þannig að þau hefðu þörf fyrir starfandi öryggisstjóra eða vinnuumhverfissérfræðing en meta slíkt þó of mikið í lagt vegna umfangs fyrirtækjanna.

 

Við hjá Vinnuumhverfissetrinu erum meðvituð um þetta og bjóðum fyrirtækum því þann valkost að leigja sér öryggisstjóra/vinnuverndarsérfræðing í  hlutastarf þ.e. útvistun, til að hafa yfirumsjón með öryggis- og vinnuverndarmálum. Þetta er í reyndinni vel þekkt aðferðarfræði á Íslandi t.d. með störfum mannauðsstjóra í hlutastörfum en hefur minna sést í öryggis- og vinnuverndarmálum til þessa.

 

Fyrirtæki geta sjálf ráðið umfangi  starfans t.d. hálfur eða einn dagur í viku (eða hálfsmánaðarlega) þar sem öryggisstjórinn er til staðar í viðkomandi fyrirtæki og fylgir stefnu fyrirtækja í vinnuverndar- og öryggismálum eftir, tryggir að lagaskyldur séu uppfylltar og stuðlar að bættu starfsumhverfi og aukinni framleiðni fyrirtækja.  

bottom of page