top of page

 

Hugtakið félagsauður er líklega nýtt hvað varðar notkun þess í vinnuverndarmálum á Íslandi.

 

Félagsauður snýst um tengslin og samvinnuna á vinnustað en það eru þættir sem hafa 

 

mikla þýðingu fyrir fjárhagslega afkomu fyrirtækja. Við þekkjum væntanlega öll hvernig góð 

 

tengsl og góð samvinna geta tryggt að vinnustaður nái að leysa kjarnaverkefni fyrirtækisins/

 

stofnunarinnar – líka þegar á móti blæs. Þetta mætti orða þannig að félagsauður fyrirtækja 

 

sé það sem gerir 2 + 2=5 eða meira.

 

 

Félagsauður er meðal þeirra jákvæðu vinnuumhverfisþátta sem ýta undir heilbrigði 

 

starfsmanna, vellíðan og þróun í vinnunni og árangurs vinnustaðarins í formi forvarna, 

 

fastheldni í starfsmenn, framleiðni og gæða. Hugtakið er sérlega áhugavert sjónarhorn til 

 

að skilja hvað það er sem skapar gott sálrænt vinnuumhverfi. Félagsauður lýsir eiginleika 

 

við fyrirtæki sem er sameiginlegt fyrirbrigði og nýtist sem sérstaklega öflugt verkfæri til 

 

að lýsa tengslum vinnuumhverfis og framleiðni. Mæling félagsauðs er því kjörin aðferð 

 

til rökstuðnings fyrir fullyrðinguna um “að gott vinnuumhverfi hangi saman við gæði og 

 

framleiðni”.

 

 

 

Félagsauður er skilgreindur á eftirfarandi hátt:

 

 

"Félagsauður fyrirtækis er sá eiginleiki sem gerir meðlimum skipulags-
heildar kleift að leysa kjarnaverkerkefni þess í sameiningu."

 

Til að geta leyst þetta kjarnaverkefni er nauðsynlegt að meðlimirnir nái að vinna saman og að samvinnan grundvallist á háu stigi trausts og réttlætis. Þetta gildir t.d. þegar starfsmenn sýna góðan félagsanda ”þar sem menn gera meira en menn fá strangt til tekið laun fyrir” og þar sem þeir “gefa án þess að tilgangurinn sé að fá það sama aftur”.

 

 

 

Grunneiningar í félagsauði fyrirtækja

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Félagsauður (Social capital) var m.a. þróað af Robert Putnam sem útvíkkaði hugtakið 

 

með “Bonding og Bridging” sem lýsa annars vegar tengslum innan hópa og hins vegar

 

vegar tengslum milli hópa. Szreter og Woolcook lögðu síðar til “Linking” um tengsl mis-

 

munandi stjórnunarlaga.

 

 

 

Rannsóknir hafa sýnt að það eru náin tengsl milli félagsauðs, framleiðni og vinnuumhverfis-

 

mála. Danskir fræðimenn birtu sem dæmi á árinu 2010 niðurstöður af alþjóðlegri samantektar-

 

rannsókn um fjárhagslegan ávinning fyrirtækja af góðu vinnuumhverfi og mikilvægi félagsauðs.

 

Þar var m.a. bent á að bestu fyrirtækin í hinum alþjóðlegu könnunum Oxford Institude 

 

„Great Place to Work“ eru rekin með helmingi meiri hagnaði en meðaltalið.

 

 

 

Vinnuumhverfissetrið býður greiningu og mælingu á félagsauði og leggur til hugmyndir að

 

íhlutunarverkefnum til að auka hann þegar slíkt á við – tillögur sem byggja á reynslu 

 

fyrirtækja í nágrannalöndum okkar.

 

 

Vinnuumhverfissetrið býður víðfema þjónustu þ.m.t. á eftirtöldum sviðum: vinnuvernd, áhættumat, öryggis- og heilbrigðismál, heilsuvernd, vinnuumhverfisstjórnun, öryggisnefnd, öryggistrúnaðarmaður, öryggisvörður, öryggismenning, öryggi, öryggiskerfi, öryggisstjóri, hávaði, hljóðvist, lýsing, árleg úttekt búnaðar, viðurkenningar nálguninni, líkamsbeiting, félagsauður, CE merkingar, slysarannsóknir, inniloft, efnahættur, varasöm efni, hönnun vinnuumhverfis, atferlisstjórnun, stjórnendastýrt öryggi, samfélagsábyrgð, úttekt lagerrekkar, árleg skoðun stiga, lausir stigar, árleg úttekt ásláttarbúnaðar, ásláttarbúnaður, ATEX, PED, styrkleikastýrt fyrirtæki, jákvæð sálfræði, samþætt forvarnarstarf, heilsuefling, öryggis- og heilbrigðisáætlun, áhættugreiningar, sálfélagslegt vinnuumhverfi, jákvætt stress, vinnuumhverfis coaching, vinnuumhverfismarkþjálfun, markþjálfun, námskeið, stjórnendanámskeið, vinnuverndarnámskeið, hnipping (nudging), röð og regla, vinnuvernd og þekkingarstjórnun, umbreytingastjórnun.   

 

Félagsauður fyrirtækja (Social capital)

bottom of page