Vörur og Þjónusta (Bls 2)
Hér að neðan má sjá lista yfir fjölmargar vörur og þjónustur sem Vinnuumhverfissetrið ehf býður viðskiptavinum sínum.
Inniloft
Gæði innilofts er þáttur sem getur haft ótrúlega mikil áhrif á upplifun okkar á heilnæmi vinnuumhverfis. Inniloft hefur fjölþætt áhrif á mannfólkið þ.e. eðlisfræðileg-, efnafræðileg-, líffræðileg- og sálfræðileg áhrif. Þá má nefna að áhrifin á framleiðni fyrirtækja geta verið mjög mikil og svo mikil að fjárfestingar í umbótum á loftræstingu geta verið með hagkvæmustu fjárfestingakostum fyrirtækja. Vinnuumhverfissetrið ehf veitir ráðgjöf og þjónustu (mælingar) varðandi inniloft og loftræstingu á vinnustöðum.
Hljóðvist (Hávaðamengun)
Samkvæmt löggjafanum ber atvinnurekanda að tryggja öryggi og vernda heilsu starfsmanna sem
eiga á hættu eða kunna að eiga á hættu að verða fyrir álagi vegna hávaða við störf sín, einkum álagi er kann að leiða til heyrnarskaða. Hávaði getur einnig haft neikvæð áhrif á öryggi, samskipti og líkamlega vellíðan starfsmanna auk þess að ýta undir streitu. Vinnuumhverfissetrið veitir fræðslu, ráðgjöf og þjónustu (mælingar) varðandi hávaða og hávaðavarnir á vinnustöðum.
Hönnun VinnuUmhverfis
Löggjafinn gerir margháttaðar kröfur um hönnun vinnuumhverfis og almennt má segja að krafan sé að það eiga að finnast lausnir á ÖHU málum á hönnunarstigi. Hönnun varðar í eðli sínu marga þætti s.s. húsnæði vinnustaða, vélar og tæknilegan búnað, þegar byrgðar eru handleiknar, skjávinnu, vinnu í kælirýmum, streitu, einhæfni, skipulag, Lay-out, efnanotkun, hávaða og titring. Svo er náttúrulega þetta með opnu rýmin, þekkingarmiðlun o.fl. Vinnuumhverfissetrið ehf minnir á að hönnun og arðsemi geta verið áhugaverðar systur og veitir fræðslu og ráðgjöf á þessu sviði.
CSR (Samfélagsábyrgð)
Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja eða Corporate Social Responsibility (CSR) er alþjóðlegt fyrirbrigði sem felst í að fyrirtæki sýna samfélagslega ábyrgð og ákveða að bæta starfshætti og leggja meira til samfélagsins en þeim er skylt samkvæmt lögum. Samfélagsleg ábyrgð getur nýst við samþættingu vinnuverndarmála, umhverfismála, starfsmannamála o.fl
Lagerstarfssemi (Úttektir lagerrekka)
Samkvæmt kröfum staðla (ÍST EN 15635:2008) og framleiðendum lagerrekka er skylt að láta skoða lagerrekka árlega m.t.t. skemmda, burðar o.fl. Vinnuumhverfissetrið ehf býður þjónustu við kerfisbundnar öryggisúttektir á lagerrekkum og almennum lagerrekstri. Einnig bjóðum við aðstoð við gerð þeirra verklagsreglna sem kröfuverkið gerir kröfur til.
Lean og Vinnuvernd
Lean (straumlínustjórnun) nýtur nú vaxandi vinsælda hjá íslensku atvinnulífi. Innleiðing á Lean getur haft bæði góð og slæm áhrif á vinnuumhverfi samanber reynsluna í nágranalöndum okkar. Vinnuumhverfissetrið ehf veitir ráðgjöf um möguleika á hagnýtingu starfsþátta til að tryggja starfsmönnum fyrirtækja sem best vinnuumhverfi.
Markmiðssetning
Fræðimennirnir Dr Edwin Locke og Dr Gary Latham komu á sínum tíma fram með kenningu um hvatningu gegnum markmiðssetningu. Kenningin leggur m.a. áherslu á mikilvægi tengslanna milli markmiða og frammistöðu starfsfólks. Seinni tíma rannsóknir hafa stutt forspá þeirra um að besta frammistaðan náist þegar markmið eru sértæk og fela í sér áskorun, þegar þau eru notuð til að meta frammistöðu og tengjast endurgjöf um frammistöðu auk þess að fela í sér skuldbindingu og samþykki. Vinnuumhverfissetrið ehf veitir fyrirtækjum fræðslu og ráðgjöf um notkun markmiðssetningar til að bæta vinnuumhverfi.
Samþætt forvarnarstarf (DeJoy)
Rannsóknir hafa sýnt að virkasta forvörnin gegn vinnuslysum fæst með notkun margþættra forvarnaraðgerða. Mikilvirkustu forvarnaraðferðirnar eru annars vegar öryggismenning og hins vegar atferlismótun. Samþætt forvarnarstarf er samþætt notkun þessara aðferða. Vinnuumhverfissetrið býður fræðslu og aðstoðar fyrirtæki við innleiðingu aðferðarinnar á vinnustöðum
Styrkleikastýrt fyrirtæki (jákvæð sálfræði)
Stundum segja atvinnurekendur „Starfsfólkið er helsti auður fyrirtækisins“ en eiga þá oftast við að styrkleikar starfsmannanna sé mikilvægasti auðurinn. Því miður þá fá fæstir möguleika til að nota hæfileika sína á vinnustaðnum í nægilegum mæli. Vinnuumhverfissetrið ehf aðstoðar fyrirtæki við að byggja á styrkleikum starfsmanna.
Öryggis- og heilbrigðisáætlanir
Löggjafinn gerir sérstakar kröfur til verkkaupa (einstaklingar, fyrirtæki, sveitarfélög, ríkið) vegnamannvirkjagerðar þ.m.t. kröfu um skipan samræmingaraðila, gerð öryggis- ogheilbrigðisáætlunarfyrir framkvæmdir o.fl. Krafa löggjafans beinist að verkkaupanum sem þarf allt eftir atvikum að afla sér aðstoðar við mannvirkjagerðina. Vinnuumhverfissetrið ehf býður fræðslu, ráðgjöf og eftirlit við að uppfylla kröfur löggjafans.
Heilsuefling
Heilsueflingu á vinnustöðum eflir mannauð vinnustaða með bættri heilsu og líðan. Ávinningur fyrirtækja getur falist í minni kostnaði vegna færri fjarvista, veikindadaga og slysa meðal starfsmanna, framleiðni eykst, starfsmannavelta minnkar og nýsköpun vex. Heilsuefling getur einnig bætt ímynd og gert fyrirtæki að eftirsóknarverðari vinnustað. Vinnuumhverfissetrið ehf veitir ráðgjöf á sviði heilsueflingar í samvinnu við samstarfsaðila fyrirtækisins á sviði heilsuræktar.