top of page

Hávaði er óæskileg heyranleg hljóð sem valda manni óþægindum. Hávaði getur því verið af mörgum toga s.s. suð, vatnsdropar sem falla, hávaði í vélum o.m.fl. Vinnuverndarlöggjöfin beinir sjónum sérstaklega að hávaða á vinnustöðum en mikill hávaði getur m.a. valdið ólæknandi heyrnartjóni. Hávaði getur einnig valdið ýmsum truflunum á líkamsstarfsseminni s.s. þreytu, streitu, taugaveiklun, svefnleysi, einbeitingu o.fl. Þá má nefna að hávaði á vinnustað rýrir afköst starfsmanna og bitnar þannig á afkomu fyrirtækja.

 

Hávaði er meðal algengustu vandamála á vinnustöðum og árlega berast um 400-500 tilkynningar um heyrnartjón af vinnu í of miklum hávaða.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvenær er hávaðinn vandamál?

 

Ef menn þurfa að hækka röddina umtalsvert til að það heyrist í þeim eða ef hávaðinn er pirrandi þá er hávaðinn vandamál. Hávaði getur myndast ef margt fólk safnast á of litlu svæði og hávaðinn getur orðið verri vegna hljóðvistarlegra þátta í rýminu. Í þéttbýli geta rými með inniloftsvandamálum liðið enn frekar vegna hávaðaálags frá umferð ef menn opna gluggana. Rangt og illa viðhaldin loftræstikerfi geta líka valdið hávaðaóþægindum. Hávaði truflar einbeitingu stjórnenda, starfsmanna og samskiptin sem felur í sér að vinnan verður erfiðari í framkvæmd. Vinnuverndarlöggjöfin setur hávaðamörk vegna hávaða sem starfsmenn verða fyrir til að koma í veg fyrir heyrnartjón. Samkvæmt lögunum skal atvinnurekandi m.a. láta starfsmönnum í té heyrnhlífar ef hávaði fer yfir 80 dB(A) og er starfsmönnum skylt að nota heyrnahlífar þegar hávaði fer yfir 85 dB(A). 

 

Markvisst hávaðavarnastarf á vinnustöðum

 

Það er hægt að haga forvarnarstarfi gegn hávaða á marga áhrifaríka vegu. Aðferðirnar sem veljast ættu að miðast við að árangur verði sem mestur, að grundvöllur ákvarðanatöku verði sem bestur og að bæði stjórnendur og starfsmenn séu virkir í forvarnarstarfinu.

 

Við leggjum til að forvarnarstarf gegn hávaða rúmi m.a. eftirfarandi þætti til að tryggja árangur :

 

 • Setjið markmið fyrir vinnuna gegn hávaðamengun

 • Takið saman yfirlit yfir hávaða á vinnustaðnum

 • Aflið þekkingar á orsökum hávaðans

 • Finnið mögulegar lausnir

 • Skapið grundvöll fyrir ákvarðanatöku (fjárhagsáætlun, árangurskröfur o.fl.)

 • Virkið starfsmennina með markvissum hætti

 • Takið ákvarðanir – og hrindið þeim í framkvæmd

 • Fylgið málum eftir

 

Það geta verið margvíslegar hindranir í vegi forvarna gegn hávaða hjá fyrirtækjum, bæði innri hindranir s.s. skortur á þekkingu hjá einstökum þátttakendum og ytri hindranir eins og t.d. andstaða eða tómlæti hjá birgjum. Eftirfarandi þættir eru afgerandi fyrir velheppnað forvarnarstarf:

 

 • Stjórnendur séu í fararbroddi og sýni skuldbindingu

 • Að starfsmenn upplifi „eignarhlutdeild“ í lausnunum

 • Ákvarðanatökuferlið sé skýrt og gegnsætt

 

Hér fylgja nokkrar hugmyndir eða húsráð að markvissum hávaðavörnum að því gefnu að vinnustaðurinn hafi ákveðið að takast á við hávaðavandamál.

 

 • Dempið hávaða sem auðvelt er að ráða við

 • Dempið hávaðasömustu starfsstöðvarnar fyrst

 • Dempið allan hávaða sem er yfir 80 dB eins skilvirkt og hægt er (ódýrast og fyrir flesta)

 • Tryggið gott hávaðaumhverfi gegnum hávaðavæn innkaup (ekki kaupa vandamál)

 • Haldið hávaða undir 80 dB þegar þið byggið/endurskipuleggið

 

Opin skrifstofurými eru tilvik þar sem vandamál hafa oft komið upp varðandi hávaða en mörg þeirra má ráða við með einföldum ráðstöfunum.

 

Vinnuumhverfissetrið ehf. veitir ráðgjöf og fræðslu um hávaðavarnir, framkvæmir hávaðamælingar, vinnur úttektir o.fl. Á heimasíðu Vinnueftirlitsins www.vinnueftirlit má finna töluvert efni um hávaða og markvissar hávaðavarnir   

 

Vinnuumhverfissetrið býður víðfema þjónustu þ.m.t. á eftirtöldum sviðum: vinnuvernd, áhættumat, öryggis- og heilbrigðismál, heilsuvernd, vinnuumhverfisstjórnun, öryggisnefnd, öryggistrúnaðarmaður, öryggisvörður, öryggismenning, öryggi, öryggiskerfi, öryggisstjóri, hávaði, hljóðvist, lýsing, árleg úttekt búnaðar, viðurkenningar nálguninni, líkamsbeiting, félagsauður, CE merkingar, slysarannsóknir, inniloft, efnahættur, varasöm efni, hönnun vinnuumhverfis, atferlisstjórnun, stjórnendastýrt öryggi, samfélagsábyrgð, úttekt lagerrekkar, árleg skoðun stiga, lausir stigar, árleg úttekt ásláttarbúnaðar, ásláttarbúnaður, ATEX, PED, styrkleikastýrt fyrirtæki, jákvæð sálfræði, samþætt forvarnarstarf, heilsuefling, öryggis- og heilbrigðisáætlun, áhættugreiningar, sálfélagslegt vinnuumhverfi, jákvætt stress, vinnuumhverfis coaching, vinnuumhverfismarkþjálfun, markþjálfun, námskeið, stjórnendanámskeið, vinnuverndarnámskeið, hnipping (nudging), röð og regla, vinnuvernd og þekkingarstjórnun, umbreytingastjórnun.   

Hljóðvist (Hávaðamengun)

bottom of page