Verkkaupar geta sem innkaupaaðilar að mannvirkjum haft gríðarleg áhrif á hvernig vinnuumhverfið verður á verðandi byggingarstöðum – Verkkaupar þurfa m.a. að móta sér vinnuumhverfisstefnu og taka tillit til eftirfarandi þátta:
-
Útboðsform
-
Hönnun
-
Eftirfylgni með að vinnuumhverfisstefnu sé fylgt
-
Val á verktaka
-
Tímarammi
-
Efnisval (hættuminnstu byggingarefni og byggingarhlutar)
Lagakröfur:
Þar sem verkkaupar hafa svo mikil áhrif á vinnuumhverfi mannvirkjagerðar, sem telst til áhættusamari atvinnugreina þegar fjöldi vinnuslysa er hafður huga – hefur löggjafinn sett sérstakt regluverk um mannvirkjagerð þ.e. reglur 547/1996 (innleiðing tilskipunar 92/57/ECC ) um aðbúnað, hollustuhætti og öryggisráðstafanir á byggingarvinnustöðum og við aðra tímabundna mann-virkjagerð.
Meginmál regluverksins:
Kjarninn í kröfum regluverksins um mannvirkjagerð er eftirfarandi:
-
Ábyrgðin er verkkaupans
-
Það á að senda tilkynningu um framkvæmd til Vinnueftirlitsins
-
Það á að skipa „samræmingaraðila“ á hönnunarstigi (aðili sem samræmir aðgerðir við hönnun)
-
Það á að skipa „samræmingaraðila“ á framkvæmdastigi (aðili sem samræmir aðgerðir við framkvæmd mannvirkjagerðar)
-
Það á að semja „Öryggis- og heilbrigðisáætlun“ fyrir verkið
-
Það á að vinna áhættumat fyrir varasama verkþætti sbr. viðauka reglnanna
-
Það á að halda „Öryggishandbók“ um verkið
-
Reglur 547 innihalda ítarlegar lýsingar á skyldum atvinnurekenda/verktaka
-
Reglur 547 innihalda lágmarkskröfur til vinnuumhverfis
-
Það á að taka saman „Skýrslu vegna síðari framkvæmda“
Öryggis- og heilbrigðisáætlanir:
Samræmingaraðili á hönnunarstigi vinnur/lætur vinna öryggis- og heilbrigðisáætlun sem á m.a. að innihalda stjórnskipurit, vinnustaðateikningu og tímaáætlun ásamt lýsingu á sértækum ráðstöfunum varðandi sérlega hættulega vinnu meðan á framkvæmdum stendur. Öryggis –og heilbrigðisáætlunin (á næstum endanlegu formi) á að vera hluti af útboðsgögnum. Hin endanlega útgáfa öryggis- og heilbrigðisáætlunar þarf að vera tilbúin áður en byggingarvinnustaðurinn er stofnaður – en sú áætlun er framkvæmd af verktakanum og samþykkt af verkkaupanum.
Vinnuumhverfissetrið ehf. býður verkkaupum aðstoð við vinnu öryggis- og heilbrigðisáætlana í samræmi við kröfur löggjafans, samantekt verklagsreglna sem gilda á viðkomandi framkvæmdastað, framkvæmd áhættumats fyrir þá þætti verkefnis sem löggjafinn gerir kröfur um o.s.frv. Við höldum einnig reglulega námskeið fyrir verkkaupa til að upplýsa um hvernig þeir geta uppfyllt kröfur löggjafans.
Vinnuumhverfissetrið býður víðfema þjónustu þ.m.t. á eftirtöldum sviðum: vinnuvernd, áhættumat, öryggis- og heilbrigðismál, heilsuvernd, vinnuumhverfisstjórnun, öryggisnefnd, öryggistrúnaðarmaður, öryggisvörður, öryggismenning, öryggi, öryggiskerfi, öryggisstjóri, hávaði, hljóðvist, lýsing, árleg úttekt búnaðar, viðurkenningar nálguninni, líkamsbeiting, félagsauður, CE merkingar, slysarannsóknir, inniloft, efnahættur, varasöm efni, hönnun vinnuumhverfis, atferlisstjórnun, stjórnendastýrt öryggi, samfélagsábyrgð, úttekt lagerrekkar, árleg skoðun stiga, lausir stigar, árleg úttekt ásláttarbúnaðar, ásláttarbúnaður, ATEX, PED, styrkleikastýrt fyrirtæki, jákvæð sálfræði, samþætt forvarnarstarf, heilsuefling, öryggis- og heilbrigðisáætlun, áhættugreiningar, sálfélagslegt vinnuumhverfi, jákvætt stress, vinnuumhverfis coaching, vinnuumhverfismarkþjálfun, markþjálfun, námskeið, stjórnendanámskeið, vinnuverndarnámskeið, hnipping (nudging), röð og regla, vinnuvernd og þekkingarstjórnun, umbreytingastjórnun.