top of page

Styrkleikar og jákvæð sálfræði eru hugtök sem heyrast æ oftar í stjórnunarlegu samhengi.

 

Jákvæð sálfræði er í grunninn óhefðbundin nálgun við lausnir vandamála, annað sjónarhorn 

 

á hvað kemur fyrirtækjum gegnum krísur og nýtt sjónarhorn á hvað leiðir til vaxtar, þróunar 

 

og vellíðunar. Styrkleikagrundvölluð nálgun beinir áherslu á að greina og safna styrkleikunum 

 

á þann hátt sem gerir veikleika léttvæga eða óviðkomandi. Það hefur komið í ljós við 

 

rannsóknir að starfsmennirnir sýna mun meiri helgun og framleiðni í starfi þegar þeir fá 

 

möguleika á að nota styrkleika sýna í daglegum störfum.

 

 

Innan jákvæðrar sálfræði er unnið með hvernig mannfólkið lærir, ekki bara af mistökum 

 

sínum heldur líka af sigrum sínum og velgengni. Innan fræðigreinar jákvæðrar sálfræði 

 

er starfandi vísindahópurinn Positive Organizational Scholarship (POS) sem hefur þann 

 

yfirlýsta tilgang að skilja og útskýra af hverju sum fyrirtæki/stofnanir ná einstökum árangri 

 

og blómstra. Sjónarhorn þessara aðila eru jákvæðu fyrirbrigðin þ.e. styrkleikagrundvallað 

 

einstaklingsbundið atferli og þeir skipulagslegu þættir sem ýta undir styrkleikagrundvallað 

 

atferli. POS hreyfingin reynir á viðtekna hugsun og hina hefðbundnu orðanotkun varðandi 

 

það hvernig venjulega er talað um fyrirtæki þ.e. með orðanotkun eins og „að sigra“, „buga 

 

keppinautinn“ og „samkeppni“. POS hreyfingin beinir andstætt þessu alfarið athyglinni að 

 

fyrirtækjum/stofnunum sem einkennast af „viðurkenningu“, „samvinnu“, „fjöri“, „mikilvægi“ 

 

og „styrkleikum“ . 

 

 

Hinu hæfileikaríka fyrirtæki/stofnun og starfsmanni getur auðveldlega orðið á að offjárfesta 

 

tíma og orku í eigin (og jafnvel annarra) veikleikum og vanköntum í stað þess að rækta 

 

hæfnissviðin þ.e. þar sem menn eru allra bestir, mest skapandi og hæfastir. Þetta er það 

 

styrkleikasvið ásamt „styrkleika-þjálfun“ sem jákvæð sálfræði setur fremst á dagskrá með 

 

styrkleikagrundvölluðu fyrirtæki.

 

 

Kjarni kenningar: Helsti möguleikinn til þróunar og vaxtar er á þeim sviðum þar sem við erum 

 

sterk!

 

 

 

Hversu meðvitaður ert þú um eigin styrkleika?

 

Hversu oft færð þú tækifæri til að hagnýta eigin styrkleika?

 

Í hvaða mæli þekkja vinnufélagar þínir/samstarfsmenn eigin styrkleika?

 

Hversu oft fá þeir tækifæri til að nota styrkleika sína?

 

 

Svörin við ofangreindum spurningum hefur sýnt sig að hafa bein tengsl við hversu

 

framleiðin þú og fyrirtækið/stofnunin þín er.

 

 

 

Árið 2005 rannsakaði Gallup þýðinguna af því hvað stjórnendur beina einkum athygli að

 

hjá starfsmönnum sínum varðandi styrkleika eða veikleika (Rath, 2007). Það kom í ljós 

 

að þetta skipti ótrúlega miklu máli varðandi helgun og hvatningu starfsmanna. Ef maður 

 

hefur stjórnanda sem aðallega beinir athygli að styrkleikum manns eru umtalsvert meiri 

 

líkur á að maður hafi það ekki slæmt í vinnunni. Niðurstaða Gallup var að stjórnendur með 

 

styrkleikagrundvallaða nálgun við stjórnun hafi helmingi meiri líkur á að ná góðum árangri en 

 

þeir stjórnendur sem ekki beina athyglinni að styrkleikunum á fyrirtækinu/stofnuninni (Clifton 

 

& Harter, 2003) 

 

 

Vinnuumhverfissetrið ehf veitir fræðslu og ráðgjöf um styrkleikagrundvallaðan atvinnurekstur, aðstoðar við styrkleikamælingar (VIA Strength Test, StrengthsFinder) o.fl.

 

Vinnuumhverfissetrið býður víðfema þjónustu þ.m.t. á eftirtöldum sviðum: vinnuvernd, áhættumat, öryggis- og heilbrigðismál, heilsuvernd, vinnuumhverfisstjórnun, öryggisnefnd, öryggistrúnaðarmaður, öryggisvörður, öryggismenning, öryggi, öryggiskerfi, öryggisstjóri, hávaði, hljóðvist, lýsing, árleg úttekt búnaðar, viðurkenningar nálguninni, líkamsbeiting, félagsauður, CE merkingar, slysarannsóknir, inniloft, efnahættur, varasöm efni, hönnun vinnuumhverfis, atferlisstjórnun, stjórnendastýrt öryggi, samfélagsábyrgð, úttekt lagerrekkar, árleg skoðun stiga, lausir stigar, árleg úttekt ásláttarbúnaðar, ásláttarbúnaður, ATEX, PED, styrkleikastýrt fyrirtæki, jákvæð sálfræði, samþætt forvarnarstarf, heilsuefling, öryggis- og heilbrigðisáætlun, áhættugreiningar, sálfélagslegt vinnuumhverfi, jákvætt stress, vinnuumhverfis coaching, vinnuumhverfismarkþjálfun, markþjálfun, námskeið, stjórnendanámskeið, vinnuverndarnámskeið, hnipping (nudging), röð og regla, vinnuvernd og þekkingarstjórnun, umbreytingastjórnun.   

Styrkleikastýrt Fyrirtæki ( Jákvæð Sálfræði)

bottom of page