top of page

Samkvæmt núverandi þekkingu fræðimanna á sviði öryggis-og heilbrigðismála næst besti árangur í forvarnarstarfi með því að samþætta fleiri forvarnaraðferðir samtímis. Þetta hefur ameríski fræðimaðurinn David M. DeJoy nýtt við mótun nýrrar forvarnaraðferðar sem hann nefnir “Integratet Safety” en aðferðin felst í samþættingu menningar og atferlisgrundvallaðs forvarnarstarfs en það eru einmitt taldar tvær áhrifamestu forvarnarstefnurnar.

 

 

 

 

 

Samþætt Forvarnarstarf (DeJoy)

Atferlismótun er starfsmannamiðuð “neðanfrá – og upp” nálgun sem beinir athygli að atferli starfsmannanna og byggir á “operant betinging”. Þetta er aðferð þar sem athygli er beint að því að greina og betrumbæta mikilvæg öryggis atferli og aðferðin undirstrikar einnig hvernig viðkomadi atferli tengist slysum og óhöppum á vinnustaðnum.

 

Öryggismenning byggir á kenningum stjórnunarfræða og er oft “nýtistefnuleg” og stjórnendastýrð ofanfrá- og niður nálgun sem beinir athygli að gildum og sannfæringum í skipulagsheildinni. Hugmyndin er að grundvallargildi og skynjun varðandi öryggi í fyrirtæki hafi mikil áhrif á forvarnarstarf. Atferli fyrirtækja móta viðhorf starfsmanna og forgangsröðun varðandi öryggi, ásamt viðhorfum þeirra til að haga vinnunni almennt með öruggum hætti. Það merkilega er að styrkleikar annarrar nálgunarinnar eru veikleikar hinnar og öfugt.

 

 

Danir prófuðu nýverið hugmynd David M. DeJoy og keyrðu stórt rannsóknarverkefni sem gaf góðar niðurstöður, sérstaklega hjá minni fyrirtækjum. Aðferð DeJoy er samkvæmt líkaninu hér að neðan:

Menningar- og atfelisgrundvallaðar nálganir eru í eðli sínu mjög ólíkar en samþætta aðferðin felst í að hagnýta kosti beggja aðferða á samþættan hátt.

 

 

Vinnuumhverfissetrið ehf. býður ráðgjöf og aðstoð varðandi samþætt öryggi byggt á reynslu Dana með safety coaching stjórnenda og starfsmanna sem lykilþætti á aðferðarfræðinni.

 

 

Vinnuumhverfissetrið býður víðfema þjónustu þ.m.t. á eftirtöldum sviðum: vinnuvernd, áhættumat, öryggis- og heilbrigðismál, heilsuvernd, vinnuumhverfisstjórnun, öryggisnefnd, öryggistrúnaðarmaður, öryggisvörður, öryggismenning, öryggi, öryggiskerfi, öryggisstjóri, hávaði, hljóðvist, lýsing, árleg úttekt búnaðar, viðurkenningar nálguninni, líkamsbeiting, félagsauður, CE merkingar, slysarannsóknir, inniloft, efnahættur, varasöm efni, hönnun vinnuumhverfis, atferlisstjórnun, stjórnendastýrt öryggi, samfélagsábyrgð, úttekt lagerrekkar, árleg skoðun stiga, lausir stigar, árleg úttekt ásláttarbúnaðar, ásláttarbúnaður, ATEX, PED, styrkleikastýrt fyrirtæki, jákvæð sálfræði, samþætt forvarnarstarf, heilsuefling, öryggis- og heilbrigðisáætlun, áhættugreiningar, sálfélagslegt vinnuumhverfi, jákvætt stress, vinnuumhverfis coaching, vinnuumhverfismarkþjálfun, markþjálfun, námskeið, stjórnendanámskeið, vinnuverndarnámskeið, hnipping (nudging), röð og regla, vinnuvernd og þekkingarstjórnun, umbreytingastjórnun.   

 

 

bottom of page