top of page

Hér að neðan má sjá lista yfir fjölmargar vörur og þjónustur sem  Vinnuumhverfissetrið ehf býður viðskiptavinum sínum

Vörur og Þjónusta (Bls 3)

Nudging (bætt atferli með því að hnippa vingjarnlega í starfsfólk)

Með “Nudging” aðferðarfræðinni er hægt að lokka framm breytt og bætt atferli fólks á fjölmörgum sviðum – á léttan og áreynslulausan hátt. Þetta getur verið bætt notkun persónuhlífa, bætt röð og regla, borða hollar, hreyfa sig meira o.m.fl. Nudging (hnipping sbr. að hnippa í) verður sífelt meira notað í nágrannalöndum okkar þessi misserin. 

Áhættugreiningar

Löggjöfin (og heilbrigð skynsemi) gerir kröfur um sértækar áhættugreiningar þegar framkvæma á vinnu sem verður að teljast varasöm vinna vegna eðlis vinnunnar. Í reglugerð 547/1996 eru listuð upp verkefni sem þarf að áhættumeta sérstaklega. Vinnuumhverfissetrið aðstoðar fyrirtæki við framkvæmd sérhæfðra áhættugreininga við áhættusöm stærri verkefni o.þ.h.

ÖHU-tengill

Það gerist stundum að kerfisbundið vinnuverndarstarf fyrirtækja virkar ekki sem skyldi. Þetta á sér margar skýringar, ónóg þekking á vinnuverndarstarfinu, óhentugt skipulag starfsins, áhugaleysi starfsmanna og/eða stjórnenda o.fl. Það kann því að vera hentugt að fá ÖHU-tengil frá Vinnuumhverfissetrinu til að koma að starfinu, sitja fundi vinnuverndarfulltrúanna, gefa ráð, miðla fróðleik o.s.frv.

OHSAS 18001

Þeim fer fjölgandi fyrirtækjunum sem vinna kerfisbundið með vinnuumhverfismálin því þannig hafa fyrirtækin stjórn á vinnuumhverfinu til gagns fyrir bæði starfsmenn og stjórnendur. Kerfisbundin stýring auðveldar fyrirtækjunum líka að sýna opinberum aðilum og samstarfsaðilum fram á að vinnuumhverfið sé í lagi. Helsta stjórnkerfi í vinnuverndarmálum er OHSAS 18001 (alþjóðlega vottað stjórnkerfi) en einnig eru til einfaldari kerfi. Vinnuumhverfissetrið ehf veitir alhliða ráðgjöf um stjórnkerfi í vinnuumhverfismálum.

Röð og regla (5 S)

Röð og regla eru meðal helstu áhættuþátta varðandi vinnuslys. Vinnuumhverfissetrið býður m.a. ráðgjöf við innleiðingu á japönsku aðferðarfræðinni 5S til að ná tökum á röð og reglu á vinnustöðum.

Sálfélagslegt vinnuumhverfi og vinnuvernd

Áhrifin í sálfélagslega vinnuumhverfinu geta haft bæði jákvæða og neikvæða virkni á starfsfólkið. Jákvæð áhrif tengd góðu sálfélagslegu vinnuumhverfi eru m.a. aukin sálræn vellíðan, aukinn helgun í vinnunni, aukin orka og vinnugleði auk jákvæðra áhrifa á þekkingarmiðlun. Því hefur einnig verið haldið fram að það séu stöðugt fleiri fyrirtækjastjórnendur sem uppgvöti að það sé fjárhagslega óhagkvæmt fyrir fyrirtækin ef starfsmenn búa við lélegt sálfélagslegt vinnuumhverfi.

 

Vinnuumhverfissetrið ehf. býður fræðslu, aðstoðar við framkvæmd mælinga á sálfélagslegu vinnuumhverfi og leggur til hugmyndir að íhlutanaverkefnum.

Vinnuvernd gegnum þekkingarstjórnun

Það ríkja náin tengsl milli þekkingarmiðlunar og lærdóms annars vegar og vinnuumhverfis hins vegar. Þekkingarmiðlun og lærdómur eru talin skipta miklu máli fyrir hið innra vinnuumhverfi fyrirtækjanna þ.m.t. sálfélagslega vinnuumhverfið. 

Þekkingaröflun og þekkingarmiðlun telja margir meðal helstu forsenda fyrir nýsköpunargetu eða hæfninni til að vera í fararbroddi í vöruþróun. Því er mikilvægt fyrir fyrirtækin að átta sig á hvaða þekkingu þau hafa þörf fyrir. Vinnuumhverfissetrið ehf. býður fræðslu, aðstoðar við greiningarvinnu og leggur til hugmyndir að íhlutanaverkefnum.

Skipulag vinnuverndarstarfs

Vinnulöggjöfin gerir lágmarkskröfur til vinnuverndarstarfs fyrirtækja. Skipulag vinnuverndarstarfsins er meðal mikilvægustu þátta vinnuverndarstarfsins og að mörgu að hyggja (verkefna- og ábyrgðarsvið). Vinnuumhverfissetrið ehf veitir ráðgjöf um hentugt skipulag vinnuverndarstarfs sem umgjörð um árangursríkt vinnuverndarstarf

Umbreytingastjórnun (transformational leadership)

Á síðustu árum hefur hreyfingin „The New School of Management“ verið drottnandi á sviði stjórnunarfræða. Helstu einkenni hreyfingarinnar eru mismunurinn á „forustu og stjórnun“ annars vegar og „umbreytingastjórnun og vöruskiptastjórnun“ hins vegar. Vinnuumhverfissetrið veitir fræðslu og leiðsögn varðandi umbreytingarstjórnun (transformational leadership) en umbreytingarstjórnun ýtir samkvæmt rannsóknum undir bætta frammistöðu í öryggismálum og bætta afkomu fyrirtækja.

Vinnuumhverfis coaching (markþjálfun)

Vinnuumhverfissetrið ehf býður vinnuumhverfis-coaching fyrir stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja. Markþjálfun í vinnuverndarmálum er meðal öflugustu verkfæranna í forvarnarstarfi fyrirtækja.

Vinnuverndarlöggjöfin

Vinnuverndarsetrið ehf veitir alhliða ráðgjöf um innihald og túlkun löggjafarinnar. Við höldum reglulega námskeið um innihald vinnuverndarlaganna, reglugerðir og reglur settar á grundvelli laganna og um Evrópulöggjöfina sem mótar mjög löggjöfina á þessu sviði.

Öryggiskerfi fyrir stórframkvæmdir

Vinnuumhverfissetrið aðstoðar fyrirtæki á sviði mannvirkjagerðar við smíði sértækra öryggiskerfa þ.e. gerð verklagsreglna, mótun eyðublaða (m.a. eyðublöð vegna vinnu í hæð, graftrarleyfi, beislun orku, lokuð rými, asbest vinnu), leyfisumsóknir o.fl.

ATEX (Sprengivarnarbúnaður)

Vinnuumhverfissetrið ehf veitir fyrirtækjum ráðgjöf vegna sprengifims andrúmslofts. Við veitum ráðgjöf um hönnun, þróun og notkun búnaðar í sprengifimu andrúmslofti, bjóðum aðstoð við áhættumat rafræns og ekki rafræns búnaðar til notkunar í sprengifimu andrúmslofti. Við aðstoðum einnig við gerð nauðsynlegra skjala o.fl.

PED (þrýstibúnaður)

Löggjafinn gerir víðfeðmar kröfur til þrýstibúnaðar sem notaður er á vinnustöðum. Vinnuumhverfissetrið ehf veitir fræðslu, ráðgjöf og þjónustu varðandi þrýstibúnað á vinnustöðum.

Please reload

bottom of page