Coaching (eða markþjálfun) er hugtak sem heyrist æ oftar í umræðunni þegar fjallað er um stjórnun
fyrirtækja. Þrátt fyrir hina miklu vakningu um ágæti coaching/markþjálfunar og þá staðreynd að flest
stærri fyrirtæki séu farin að hagnýta þá aðferðarfræði þá hefur lítill gaumur verið gefin á mögulegri
hagnýting coaching/markþjálfunar við stjórnun vinnuverndar- og öryggismála til þessa hérlendis.
VinnuUmhverfis Coaching (Markþjálfun)
A manager´s task is simple – to
get the job done and to grow his
staff. Time and cost pressures
limit the latter. Coaching is one
process with both effects
(John Whitmore)
Vinnuumhverfissetrið ehf býður nú vinnuumhverfis-coaching fyrir stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja. Markþjálfun í vinnuverndarmálum er meðal öflugustu verkfæranna í forvarnarstarfi fyrirtækja. Við skilgreinum vinnuumhverfiscoaching á eftirfarandi hátt:
-Lærdómsgefandi íhlutun sem hönnuð er til að auka sameiginlega hæfni og
afköst hóps á vinnuverndarsviðinu með notkun kennisetninga markþjálfunar,
ígrundun, greining og hvatning til breytinga
Hvernig framkvæmum við markþjálfun í vinnuverndarmálunum?
Það er vitanlega mikill munur á að þjálfa (coach) samstarfsmenn í stjórnendahópnum, undirmann eða heilt teymi starfsmanna. Út frá heildrænu sjónarhorni snýst þetta samt alltaf um að fá þjálfandann/þjálfendurna til að ígrunda fjóra þætti:
-
Fyrirliggjandi aðstæður
-
Óskaðar aðstæður
-
Möguleikar og afleiðingar
-
Val aðgerða sem leiða til óskastöðu hlutanna
Þetta verður best gert með vönduðum undirbúningi, kerfisbundinni fyrstu samræðu aðila auk þess að skapa rétt jafnvægi milli ólíkra sjónarhorna á þjálfunarsamræðunum.
Markþjálfun setur vitund og ábyrgð á dagskrána og gerir starfsmannahópinn færan um að:
-
Ígrunda núverandi aðstæður og þeirra hlutverk í því
-
Þróa sameginleg markmið
-
Innleiða nauðsynlegar aðgerðir
-
Koma fótum undir sameginlega skuldbindingu og eignarhald
-Hafa ætti í huga að hópar geta verið flókin og vandmeðfarin fyrirbrigði - munið að það er mögulegt að hópur ákveði að sækja ráðstefnu á Húsavík jafnvel þó engum þátttakendanna í hópnum langi til að fara þangað!
Vinnuumhverfissetrið styðst við fjölda verkfæra við markþjálfun í vinnuverndar- og öryggismálum. Mörg þessara verkfæra hæfa bæði til markþjálfunar einstaklinga og hópa. Meðal verkfæranna má nefna DIFSWOT, Storytelling, Self-Assessment listar, Hugarflug, Strategizing o.fl.
Hér að neðan er eitt af þeim öflugu verkfærum sem vinnuumhverfissetrið notar við markþjálfun þ.e. öryggis- eða vinnuverndar hjólið. Notkun þessa verkfæris gengur út á að starfsmenn teikna hringlótta skífu, velja síðan þá 6 til 10 þætti sem þau telja mikilvægasta í vinnuumhverfi sínu og teikna sem sneiðar í samræmi við hlutfallslegt mikilvægi þáttanna. Loks gefa starfsmenn þáttunum einkunn þ.e. hversu vel fyrirtækið er að standa sig í hinum einstöku þáttum á núverandi tímapunkti. Einkunin er gefin á skala 0-10 og teiknast út frá miðjunni með því að lita einkunnarsvæðið samanber myndina.
Á grunni þessarar greiningar er síðan lagt til að áherslan verði þar sem bæði svæðissneiðin og ólitað svæði eru stór. Slík svæði gefa til kynna mikilvægan þátt sem lítil ánægja er með.
(Verkfærið hefur m.a. verið kynnt í ritum Det Nationale
Forskningscenter For Arbejdsmiljø í Danmörku)
Vinnuumhverfissetrið býður víðfema þjónustu þ.m.t. á eftirtöldum sviðum: vinnuvernd, áhættumat, öryggis- og heilbrigðismál, heilsuvernd, vinnuumhverfisstjórnun, öryggisnefnd, öryggistrúnaðarmaður, öryggisvörður, öryggismenning, öryggi, öryggiskerfi, öryggisstjóri, hávaði, hljóðvist, lýsing, árleg úttekt búnaðar, viðurkenningar nálguninni, líkamsbeiting, félagsauður, CE merkingar, slysarannsóknir, inniloft, efnahættur, varasöm efni, hönnun vinnuumhverfis, atferlisstjórnun, stjórnendastýrt öryggi, samfélagsábyrgð, úttekt lagerrekkar, árleg skoðun stiga, lausir stigar, árleg úttekt ásláttarbúnaðar, ásláttarbúnaður, ATEX, PED, styrkleikastýrt fyrirtæki, jákvæð sálfræði, samþætt forvarnarstarf, heilsuefling, öryggis- og heilbrigðisáætlun, áhættugreiningar, sálfélagslegt vinnuumhverfi, jákvætt stress, vinnuumhverfis coaching, vinnuumhverfismarkþjálfun, markþjálfun, námskeið, stjórnendanámskeið, vinnuverndarnámskeið, hnipping (nudging), röð og regla, vinnuvernd og þekkingarstjórnun, umbreytingastjórnun.