top of page

Áhættugreining og áhættustjórnun felst í að menn reyna að sjá framtíðina fyrir. Menn þurfa því að geta séð fyrir þau atvik sem gætu leitt til vinnuslysa eða atvinnusjúkdóma.

 

Áhættugreining er kerfisbundin yfirferð á kerfi (vélasamstæður, einstakar vélar, vinnuaðferðir) og virkni þess í þeim tilgangi að greina hvaða óæskileg atvik geta komið upp, af hvað orsökum og með hvaða afleiðingum.

 

Tilgangur greiningarinnar er að gangsetja mótvægisaðgerðir sem draga úr áhættunni á að það verði slys eða óhöpp sem geta skaðað fólk, búnað og umhverfi

 

Ein af aðferðunum við áhættugreiningu er að halda skráningar á „næstum slysum“, önnur aðferð er notkun gátlista (mögulega gátlisti atvinnugreinar) og svo er það aðferðin að „úthugsa hið óhugsandi“.

 

Löggjöfin (og heilbrigð skynsemi) gerir kröfur um sértækar áhættugreiningar þegar framkvæma á vinnu sem verður að teljast varasöm vinna vegna eðlis vinnunnar. Auk almennrar kröfu um framkvæmd áhættugreininga er gerð sérstök krafa varðandi vinnu við mannvirkjagerð. Þannig inniheldur reglugerð 547/1996 lista yfir sérstaklega varasöm verkefni sem þarf að áhættumeta sérstaklega varðandi mannvirkjagerð.

Áhættugreiningar

Þegar unnið er að „leitinni að mögulegum hættum" getur verið gagnlegt að styðjast við neðangreindan lista yfir þekktar hættur varðandi meiðsl á fólki gegnum tíðina:

 

  • Skarpir kantar, verkfæri og yfirborð

  • Hlutir sem rífa, saga, hefla, snitta o.fl.

  • Mikill þrýstingur

  • Fletir sem þrýstast saman (klemmihætta)

  • Hlutir sem búa yfir leyndu afli

  • Hlutir og einstaklingar sem hreifast á mikilli ferð

  • Hæðarmismunur

  • Öflugir hitagjafar

  • Öflugir kuldagjafar

  • Rafmagn

  • Efnafræðileg áhrif (eitruð eða ætandi)

  • Líffræðileg áhrif sem valda bráðu tjóni

  • Vond lýsing og mikil geislun

  • Kröftugur titringur

  • Of mikið líkamsálag, þungar byrðar og snúinn líkami

  • Árásir frá dýrum eða fólki með biti, höggum eða vopnum

  • Skortur á súrefni, köfnun

 

Það eru til margskonar aðferðir til að greina gefið kerfi með hliðsjón af óæskilegum atvikum. Engin ein aðferð ræður við að finna allar mögulegar orsakir bilana og mistaka. Aðferðirnar hafa hver sitt markmið og oft velja menn að styðjast við margar aðferðir við sömu áhættugreininguna. Meðal kerfisbundinna aðferða má nefna:

 

Hættugreining; sem hefur þann tilgang að finna og meta mögulegar hættur. Hættugreiningin byggist oft á starfrænu líkani sem notað er til lýsa þeirri virkni sem framkvæmd er í og við gefið kerfi.

 

Failure Mode and Effects Analysis (FMEA); Þessi aðferð er notuð til að greina orsakir og afleiðingar bilana í íhlutum.

 

Greining mannlegra mistaka; er notuð til að greina mannleg mistök með óæskilegum afleiðingum og til að finna orsakir fyrir að slíkt getur gerst m.a. í verklagsreglum og stjórnkerfum.

 

HAZOP (HAZard and OPerability); sem er greiningaraðferð sem greinir afleiðingarnar af frávikum í breytiþáttum vinnsluferla (þrýstingur, hiti, flæði o.s.frv.) og skilgreinir vægi þeirra varðandi öryggi og rekstur búnaðarins.

 

Gallagreiningartré; sem er notað þegar menn þekkja hið óæskilega atvik og vilja vita hið rökræna samhengi sem er milli atviksins og hinna mismunandi orsaka þess.

 

Take 5 (staldraðu við); sem notað er á stund sannleikans við verklegar framkvæmdir þ.e. þegar raunveruleg framkvæmd verks er að hefjast. Aðferðin felst í að staldra aðeins við áður en vinna hefst og ígrunda þær hættur sem kunna að vera til staðar. Oft gerist að aðstæður á stund sannleikans eru aðrar en þær sem upphaflega sáust fyrir við framkvæmd áhættugreininganna (veður, umferð, aðrir verkþættir o.fl.).   

 

Þegar áhættugreining hefur verið framkvæmd og mat verið lagt á hlutina þarf að taka afstöðu til þess hvort þær varúðarráðstafanir sem hrint hefur verið í framkvæmd til að hindra slys og óhöpp séu nægilega góðar. Það er engin ein eða einföld aðferð til að ákvarða áhættustig en venjulega horfa fyrirtæki til tveggja breytiþátta þegar reynt er að meta hættur og tjón þ.e. á alvarleika og tíðni. Með þessa tvo breytiþætti má þróa skala til að meta annarsvegar hættur og hins vegar afleiðingar. Þetta geta verið talnaskalar (1-5), orðaður skali (góður – vondur) eða blanda beggja. Niðurstöður af svona mati eru síðan gjarnan settar fram sem fylki (matrisa) með einkunnar- og litagjöf.

Vinnuumhverfissetrið ehf býður ráðgjöf og aðstoð við framkvæmd á sérhæfðum áhættugreiningum fyrir mannvirkjagerð og aðrar atvinnugreinar. Við bjóðum einnig alhliða þjónustu varðandi CE merkingarferli þ.m.t. áhættugreiningar á vélbúnaði þ.e. bæði nýr búnaður og við breytingar á búnaði. Við höldum reglulega námskeið um framkvæmd áhættugreininga, smíði verklagsreglna o.fl.

 

Vinnuumhverfissetrið býður víðfema þjónustu þ.m.t. á eftirtöldum sviðum: vinnuvernd, áhættumat, öryggis- og heilbrigðismál, heilsuvernd, vinnuumhverfisstjórnun, öryggisnefnd, öryggistrúnaðarmaður, öryggisvörður, öryggismenning, öryggi, öryggiskerfi, öryggisstjóri, hávaði, hljóðvist, lýsing, árleg úttekt búnaðar, viðurkenningar nálguninni, líkamsbeiting, félagsauður, CE merkingar, slysarannsóknir, inniloft, efnahættur, varasöm efni, hönnun vinnuumhverfis, atferlisstjórnun, stjórnendastýrt öryggi, samfélagsábyrgð, úttekt lagerrekkar, árleg skoðun stiga, lausir stigar, árleg úttekt ásláttarbúnaðar, ásláttarbúnaður, ATEX, PED, styrkleikastýrt fyrirtæki, jákvæð sálfræði, samþætt forvarnarstarf, heilsuefling, öryggis- og heilbrigðisáætlun, áhættugreiningar, sálfélagslegt vinnuumhverfi, jákvætt stress, vinnuumhverfis coaching, vinnuumhverfismarkþjálfun, markþjálfun, námskeið, stjórnendanámskeið, vinnuverndarnámskeið, hnipping (nudging), röð og regla, vinnuvernd og þekkingarstjórnun, umbreytingastjórnun.   

bottom of page