top of page

Sálrænt vinnuumhverfi, vellíðan, samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja, heilsuefling, félagsauður, Appreciative Iquiry, kenningin um Flow, markþjálfun auk fleiri sjónarhorna á samspil mannfólksins og vinnunnar njóta vaxandi athygli þessi misserin. Það eru eflaust margar ástæður fyrir þessum áhuga en hér mætti t.d. nefna samfélagslega þróun s.s. alþjóðavæðinguna og umskiptin frá framleiðslusamfélagi yfir í þekkingarsamfélag sem hefur breytt innihaldi og allri umgjörð vinnunnar.

 

Auk þess að sálfélagslegir þættir gegna æ ríkara hlutverki vegna þess að við erum í vaxandi mæli vinnuumhverfi hvers annars í þjónustu- og þekkingarsamfélaginu, þá beinast áherslur almennt meira í áttina að jákvæðu ástandi hlutanna og viðeigandi hugtakanotkun. Þetta breytta sjónarhorn hefur m.a. falið í sér útvíkkun á vinnuverndarhugtakinu þar sem áherslan var til skamms tíma á lágmörkun áhættuþátta s.s. að fyrirbyggja sjúkdóma og slys á vinnustaðnum, yfir í áherslu á jákvæða vinnuumhverfisþætti sem ætlað er að auka almenna velferð og heilbrigði starfsmanna. 

 

Á seinustu árum hefur vinnuumhverfisstarf, starfsmannastefna og mannauðsstarf fyrirtækja einnig verið að renna meira saman í íslenskum fyrirtækjum sem hefur ýtt undir framgang vinnuverndarstarfsins almennt.

 

Einkenni sálfélagslega vinnuumhverfisins

Menn geta auðveldlega séð og skynjað einkennin á annars vegar góðu og hins vegar slæmu sálfélagslegu vinnuumhverfi. Í sérlega góðu vinnuumhverfi ríkja skuldbinding, bros og vingjarnleiki. Þar sem sálfélagslega vinnuumhverfið er slæmt er andstæða þessa ríkjandi. Það vandasama við sálfélagslega vinnuumhverfið liggur milli þessara jaðartilvika. Á yfirborðinu kann sálræna vinnuumhverfið að vera gott en undir yfirborðinu geta einstaklingar verið vansælir. Það er ennþá mikið „tabú“ tengt meðhöndluninni á sáfélagslega vinnuumhverfinu. Það krefst því sérstakrar hæfni að geta séð gegnum hið mannlega yfirborð eða til að fá fólk til að ræða sálfélagslega vinnuumhverfið á opinskáan hátt. Vont andlegt vinnuumhverfi getur sem dæmi búið að baki kvartana einstakra starfsmanna yfir búnaði, skorti á hreingerningu eða höfuðverk.

 

Vinna með sálfélagslega vinnuumhverfið

Meðal þátta sem geta gefið til kynna þörf fyrir markvissa íhlutun í sálræna vinnuumhverfin eru:

  • Tiltölulega mikil veikindafjarvera

  • Mörg deilumál

  • Einelti

  • Lítil eða minnkandi framleiðni

  • Klíkumyndanir

  • Skortur á starfsánægju

 

Bestu myndina af sálfélagslega vinnuumhverfinu má fá með því að nota spurningalista þ.e.. eigindlegar rannsóknir sem mæla hversu margir upplifa ákveðin áhrif eða með því að nota samtöl og djúpviðtöl þ.e. megindlegar aðferðir þar sem menn rannsaka upplifanir einstakra stjórnenda og starfsmanna. Þessar aðferðir má einnig flétta saman. Á grundvelli svona rannsókna geta menn síðan ákveðið hvað þarf að gera meira eða minna af til að bæta vinnuumhverfið.

 

Að þróa gott sálfélagslegt vinnuumhverfi

Það er að mörgu að hyggja við þróun á góðu sálfélagslegu vinnuumhverfi. Auðvitað gegna almenn samræða og hreinskilni miklu hlutverki en auk þess getur eftirfarandi vegið þungt:

 

  • að tryggt sé að allir hafi rétt til að taka þátt í ákvörðunum um eigin vinnu og hafi áhrif á stærri breytingar.

  • að það sé innihald og tilgangur í vinnunni

  • að starfsfólk sé upplýst þannig að því sé ekki að óþörfu komið á óvart eða stuðst við ófullnægjandi skyndilausnir

  • að þróaðir séu stjórnendastílar sem draga úr stressi

  • að kerfi fyrirtækisins þ.m.t. launakerfið séu upplifuð sem réttlát

  • að deilur og óeining séu meðhöndluð á þann hátt að deilurnar þróist ekki og dreifist

  • að sköpuð séu skilyrði fyrir að góð félagsleg tengsl vinnufélaga geti myndast

  • að unnið sé að því að hinn einstaki stjórnandi og starfsmaður þekki verkefni sín og árangursmælikvarðann fyrir vinnuframlagið

  • að ræktuð sé menning á vinnustaðnum sem gerir fólki kleift að ræða saman á opinskáan og hreinskilin hátt     

 

Vinnuumhverfissetrið ehf býður mælingar á sálfélagslegu vinnuumhverfi með notkun viðurkenndra, sannreyndra tóla og leggur til íhlutunarverkefni til að laga greinda vankanta, aðstoðar við framkvæmd áhættumats, býður námskeiðahald og ráðgjöf varðandi sálfélagslegt vinnuumhverfi (þ.m.t. stress, einelti, ofbeldi, áreitni, einhæfni, kulnun, vaktavinna o.fl). Minnum einnig á vörurnar Félagsauð, Appreciative Inquiry, jákvæða sálfræði og Flow.  

Sálfélagslegt vinnuumhverfi og vinnuvernd

bottom of page