top of page

Vinnuumhverfissetrið býður fyrirtækjum þjónustu svonefnds ÖHU tengils þ.e. ráðgjafa sem styður og vinnur markvisst með öryggisnefndum, öryggistrúnaðarmönnum og öryggisvörðum. ÖHU tengillinn veitir alhliða ráðgjöf um allt sem lýtur að vinnuumhverfisstarfi fyrirtækja. Með þjónustunni gefst fyrirtækjum tækifæri á faglegri samræðu, upplýsingamiðlun og ráðgjöf í tengslum við þau verkefni sem fyrirtækin standa frammi fyrir.

 

 

Þjónusta ÖHU tengilsins getur sem dæmi komið að gagni við að tryggja að fyrirtækið uppfylli 

 

vinnuverndarlöggjöfina (túlkun löggjafarinnar), við að byggja brú milli öryggisstarfs fyrirtækis 

 

og línuskipulagsins, miðlun upplýsinga um helstu nýjungar á sviði vinnuverndarmála og 

 

upplýsinga um hvað er helst á döfinni innan viðkomandi atvinnugreinar. 

 

 

ÖHU tengillinn getur einnig verið mikilvægur hlutlaus utanaðkomandi samstarfsaðili varðandi 

 

ýmiss viðkvæm málefni sem kunna að koma upp í vinnuumhverfisstarfinu.

 

 

Þá má minna á að gott vinnuumhverfi styrkir ímynd og framleiðni fyrirtækisins þar sem 

 

heilbrigt vinnuumhverfi þar sem starfsfólki líður vel er lykillinn að bættri samkeppnishæfni 

 

vegna lægri veikindafjarveru, meiri starfsánægju og sveigjanleika.

 

 

ÖHU tengillinn getur nýst á ótal sviðum og sparað tíma:

 

 

 • Áhættumat vinnustaða (val á aðferðum o.fl)

 

 • Kröfur vinnuverndarlöggjafarinnar (þ.m.t. túlkun hennar)

 

 • Skipulag innra starfs að vinnuverndarmálum

 

 • þekkingarmiðlun milli fyrirtækja í vinnuverndarmálum

 

 • Brunavarnaráætlanir fyrirtækja (reglugerð 200/1994)

 

 • Kröfur til verkkaupa s.s. öryggis- og heilbrigðisáætlanir

 

 • Vinnuumhverfisstjórnunarkerfi (OHSAS 18001 o.fl)

 

 • Slysarannsóknir, neyðar- og rýmingaráætlanir o.fl.

 

 • Þróun öryggismenningar

 

 • Sérhæfðar úttektir

 

 • Ráðgjöf um þjónustu/vörur á sviði vinnuumhverfismála

 

 

 

 

ÖHU tengill Vinnuumhverfissetursins býr yfir mikilli sérfræðiþekkingu á öllu sem lýtur að

 

vinnuumhverfismálum og getur því sparað fyrirtækjum ómældan tíma og fyrirhöfn við 

 

upplýsingaöflun o.fl..

 

 

 

 

 

 

 

 

 

ÖHU-Tengill

bottom of page