top of page

Nudging (bætt atferli með að hnippa vingjarnlega í fólk)

 

Enska hugtakið ”nudging” – sem líklega mætti þýða sem ”hnipping” samanber orðfærið ”að hnippa í” (eða ýta vingjarnlega við) - snýst um að fá fólk til að breyta atferli sínu af fúsum og frjálsum vilja með aðferðum sem byggja á skilningi á hvernig mannfólkið hugsar. 

 

  -Við heyrum oft sagt ”borðið hollar – farið út með ruslið – munið heyrnahlífarnar o.s.frv”. Með

”Nudging” eru þessir hlutir gerðir auðveldari því þetta snýst um að skipuleggja umhverfi sitt þannig

að atferlið gerist á sjálfvirkari hátt. Með ”Nudging” má einnig fá fólk til að borða hollar, borða minna,

hreyfa sig meira, bæta fjármálastöðu, bæta ákvarðanatöku o.m.fl. 

 

 

Nudging grundvallast á vísindalegum aðferðum (Behavioral Economics, Psychology og Political Theory)

þ.m.t. kenningunni um tvívirkni heilans (Dual Process Theory, DPT) sem felst annarsvegar í ígrundandi

heilastarfsemi og hinsvegar hinni sjálfvirku heilastarfsemi mannanna.

 

Þetta er í grunninn ekki svo flókið – hugsaðu bara um alla litlu hlutina sem þú framkvæmir, eða ekki - á hverjum degi. Hversu miklu af þessu stjórnar þú í raun og veru með beinum hætti? Eða m.ö.o. hversu mikið af gerðum þínum má í reynd rekja til meðvitaðra ákvarðana með meðfylgjandi upplifun af stjórnun hlutanna?   

 

Þér kann að þykja þetta skrýtnar spurningar því ef þú stjórnar ekki atferli þínu hver gerir það þá? Svarið við þeirri spurningu gerir kröfu um að við hugsum um atferli okkar á alveg nýjan hátt. Ef þú ígrundar málið er ekki ólíklegt að þú getir fundið einhverja þætti í lífi þínu sem þú hefur einungis stjórn á í takmörkuðum mæli eins og því að fara á fætur á ákveðnum tímum á morgnana, fara reglulega í leikfimi og halda mataræðinu innan megrunarmarkmiða o.fl.

Sumum gerðum okkar mannanna er erfitt að henda reiður á, þær virðast einfaldlega gerast algerlega utan vitundar okkar eins og t.d. líkamshreyfingarnar sem eru nauðsynlegar þegar hjólað er til vinnu - eða þegar þú lítur til hægri og til vinstri rétt áður en þú ferð yfir umferðargötu. Það getur verið að þú getir kallað framkvæmd þessara hluta fram í huga þér og jafnvel verið meðvitaður um þá við ígrundun en líklega veittirðu þessum þáttum ekki mikla athygli meðan þú framkvæmdir þá.

 

Mikilvægasti þátturinn í DPT (Dual Process Theory) kenningunni er að heilinn okkar virkar á tvo ólíka vegu – venjulega á sama tíma - og þessari tvívirkni er stýrt með mismunandi stöðvum í heilanum. Önnur virknin er kölluð sjálfvirka kerfið en hin virknin er kölluð ígrundunarkerfið. Þessi tvívirkni endurspeglar ólík ferli og mismunandi aðferðir við meðhöndlun upplýsinga og mótun viðbragða.

 

Sjálfvirka kerfið sér um mest af atferli/hegðun okkar fyrir okkur. Það vinnur hratt, ómeðvitað og er fært um að hugsa með hliðrænum hætti (getur meðhöndlað mörg ferli samtímis), flokkar eða tengir þætti sem virðast svipaðir og gerir allt á áreynslulítinn og orkulítinn hátt. Ígrundunarkerfið er nánast alger andstæða þ.e. það er hægvirkt, meðvitað, vinnur á raðtengdan hátt (einungis eitt ferli kemst að í einu), er greiningarmiðað og mjög orkufrekt.    

Ígrundunarkerfið vinnur með því að búa til kenningar og sannreyna þær út frá fyrri þekkingu manna gegnum flokkun mikilvægra og léttvægra upplýsinga og annarra þátta. Þú getur virkjað þetta kerfi með viljanum og það líkist því sem við tengjum dæmigert við hugsun á margþætta vegu. Ígrundunarkerfið er virkjað þegar þú ert beðinn um að ljúka við púsl, þegar þú ert að ákveða hvert þú ættir að fara á laugardagskvöldi eða þegar þú stendur einfaldlega frammi fyrir að ákveða hversu hátt verð þú ert reiðubúinn að greiða fyrir kaup á húsnæði.

 

Þegar við notum ígrundunarkerfið erum við með stjórn á ferlinu, við getum fylgt skrefunum sem við tökum og við værum fær um að útskýra þau skýrt og skilmerkilega fyrir sjónarvotti.

          

Þrátt fyrir að manni gæti virðst að ígrundunarkerfið sé sjálfvirka kerfinu æðra þá er það ekki svo. Ígrundunarkerfið er einfaldlega of hægvirkt og of einfalt til að ráða við - þó ekki væri nema brot af þeim möguleikum sem við stöndum frammi fyrir daglega. Til allrar hamingju þá búum við yfir sjálfvirka kerfinu og það geislar af því við meðhöndlun þúsunda af vandamálum og möguleikum fyrir okkur án þess jafnvel að hafa fyrir því að láta okkur vita um niðurstöðurnar.

 

Samvinna þessara tveggja kerfa gerir okkur kleyft að sigrast á flestum vandamálum sem verða á vegi okkar – en samvinnan er ekki lýtalaus. Þrír meginþættir sem valda óheppilegum viðbrögðum eru:

 

  • Ígrundunar/viðbragðskerfið er ómeðvitað um vandamál

  • Sjálfviku ferlin gefa okkur röng svör

  • Ígrundunar/viðbragðskerfið gefur okkur röng svör

 

Við upplifum þessi óheppilegu viðbrögð daglega og líka þegar það varðar lymskulegt atferli sem hefur afleiðingar langt inn í framtíðinni þá sjáum við oft ekki vandamálið fyrr en það er of seint.

 

“Nudge” eða „Hnipping“ vinnur út frá ofangreindum orsakaþáttunum og styðst við þekkingu á heilakerfunum tveimur og hvernig þau spila saman við umhverfið.

 

„Nudges“ eru oft notuð til að láta sjálfvirka kerfið okkar velja með öðrum hætti án þess að við jafnvel vitum af því – eins og þegar við breytum t.d. stærðinni á diskum í mötuneytum.

 

Í öðrum tilvikum beinist “Nudge” að því að virkja hina ígrundandi heilastarfsemi á réttum tíma til að tryggja að vitundin skapi betri  viðbrögð en ómeðvitaða kerfið myndi gera eins og t.d. þegar sett er lítil innbrend fluga í glerung pissuskálar (slíkt er mikið notað á flugvöllum og víðar til að minnka það sem fer á gólfið- og er talið minnka slíkt um allt að 80%)!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vinnuumhverfissetrið býður almenna fræðslu um mögulega hagnýtingu „Nudging“ í vinnuumhverfisstarfinu – breytum atferli starfsmannanna til betri vegar!

 

-Ofangreindur texti byggir á skrifum Palle Guldborg Hansen og Andreas Maaløe Jespersson hjá háskólanum í Roskilde og hugmyndum frá hinni áhrifaríku bók „Nudge“ eftir Richard Thaler og Cass Sunstein. 

 

 

bottom of page