top of page

Hönnun vinnuumhverfis með hliðsjón af vinnuverndarþáttum er meðal mikilvægustu þátta í öllu vinnuverndarstarfi. Hönnunin tekur mið af evrópskri og íslenskri löggjöf á sviði vinnuverndarmála og miðar að því að vandamál séu leyst strax á hönnunarstigi enda auðveldast og ódýrast að fjarlægja vinnnuumhverfisvandamál á upphafsreit. Út frá vinnuverndarsjónarmiðum snýst þetta einkum um:

 

  • Innkaup á vélum og búnaði

  • Nýtt skipulag á vinnustaðnum

  • Vöruþróun og hönnun

 

Kröfur löggjafans:

 

Löggjöfin gerir fjölmargar kröfur varðandi hönnun og sem dæmi um tilvísanir í vinnuverndar-lögunum varðandi hönnun má nefna greinar 1,23,29,30,31,32,33,36,37,38,42,43 og 44. Þá má nefna viðauka reglugerðar 920/2006 um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum en þar er listi yfir almenn viðmið um forvarnir sem atvinnurekendur eiga að byggja á við skipulagningu og útfærslu vinnunnar (viðmiðin koma frá Evróputilskipun 89/391/EU). Einnig finnast ákvæði tengd hönnun í mörgum öðrum reglum og reglugerðum svo sem reglum um húsnæði vinnustaða, öryggisbúnaði véla, notkun tækja o.fl. Þá gera EN staðlar af ýmsu tagi víðfeðmar kröfur um hönnun út frá vinnuverndarsjónarmiðum.

 

Samvinna um breytingar:

 

Það eru jafnt og þétt framkvæmdar breytingar hjá íslenskum fyrirtækjum s.s. breytt tækni og stjórnskipulag hjá iðnfyrirtækjum (opið skrifstofurými o.fl. hjá þjónustufyrirtækjum) sem hefur áhrif á öryggi og vinnuumhverfi starfsmanna. Ef fyrirtæki vilja tryggja að það séu skapaðar góðar vinnuvistfræðilegar lausnir þá þarf að vera gott samspil milli allra sem breytingarnar varða allt frá hönnunarþættinum. Hér er átt við stjórnendur, starfsmenn, innkaupsaðila, öryggisfulltrúa, birgja, ráðgjafa og eftir atvikum Vinnueftirlitið. Í vinnuverndarlögunum er einnig kveðið á um hlutdeild fulltrúa starfsmanna í skipulagningu varðandi öryggi og aðbúnað auk ákvæða um í reglugerð.

 

Framleiðslukerfi:

 

Vélar, tæknilegur búnaður, framleiðslulínur og nýtt skipulag vinnunnar mynda heildrænt framleiðslukerfi í samræmi við myndina hér til hliðar þ.e. rými, skipulag, tækni og fjárhagur.

 

Þegar fyrirtæki hyggjast ráðast í skipulagningu og framkvæmd breytinga er nauðsynlegt að vera meðvitaður um hver drifhvatinn er þ.e. frá hvaða horni myndarinnar lagt er af stað. Reynslan frá atvinnulífinu segir að breyting sem hefst í einu horni hafi oft í för með sér breytingar í hinum hornunum líka.

 

Vinnuumhverfissetrið ehf aðstoðar fyrirtæki við vinnuumhverfisvænt skipulag og hönnun vinnustaða, við mótun vinnuumhverfisvæns innkaupaferlis og við val á búnaði, tækjum og hráefnum.

 

Vinnuumhverfissetrið býður víðfema þjónustu þ.m.t. á eftirtöldum sviðum: vinnuvernd, áhættumat, öryggis- og heilbrigðismál, heilsuvernd, vinnuumhverfisstjórnun, öryggisnefnd, öryggistrúnaðarmaður, öryggisvörður, öryggismenning, öryggi, öryggiskerfi, öryggisstjóri, hávaði, hljóðvist, lýsing, árleg úttekt búnaðar, viðurkenningar nálguninni, líkamsbeiting, félagsauður, CE merkingar, slysarannsóknir, inniloft, efnahættur, varasöm efni, hönnun vinnuumhverfis, atferlisstjórnun, stjórnendastýrt öryggi, samfélagsábyrgð, úttekt lagerrekkar, árleg skoðun stiga, lausir stigar, árleg úttekt ásláttarbúnaðar, ásláttarbúnaður, ATEX, PED, styrkleikastýrt fyrirtæki, jákvæð sálfræði, samþætt forvarnarstarf, heilsuefling, öryggis- og heilbrigðisáætlun, áhættugreiningar, sálfélagslegt vinnuumhverfi, jákvætt stress, vinnuumhverfis coaching, vinnuumhverfismarkþjálfun, markþjálfun, námskeið, stjórnendanámskeið, vinnuverndarnámskeið, hnipping (nudging), röð og regla, vinnuvernd og þekkingarstjórnun, umbreytingastjórnun.   

Hönnun VinnuUmhverfis -                 Vinnuvernd og arðsemi

bottom of page