top of page

Inniloft

Inniloft gegnir mikilvægu hlutverki hvað varðar upplifun fólks á góðu vinnuumhverfi. Loftgæðin eru afar mikilvæg og mega ekki verða til þess að fólk fái sjúkdóma eða verði fyrir óþægindum við hin daglegu störf. Vont inniloft getur haft alvarleg áhrif s.s. haft neikvæð áhrif á einbeitingu og starfshæfni og aukið veikindafjarveruna á vinnustaðnum.

Þættir sem skipta miklu máli varðandi inniloft eru:

                            

 • Hitastig og trekkur

 • Afgas

 • Loftræsting

 • Reykingar

 • Ryk, raki og örverur

 • Loftraki

 • Stöðurafmagn

 • Mengun frá framleiðsluferlum

Kvartanir vegna inniloftsvandamála eru meðal algengustu kvartana sem berast til Vinnueftirlitsins vegna óþæginda í starfsumhverfi. Það eru vinnuverndarlögin 46/1980 ásamt reglum 493/1987 um húsnæði vinnustaða sem afmarka lágmarkskröfur til innilofts en auk þeirra gerir löggjöfin einnig kröfur varðandi mengunarmörk efna í andrúmslofti. 

   

Það býr margt í inniloftinu en áherslan er oftar en ekki á hitastigi annars vegar og mengun inniloftsins hins vegar. Starfsfólk fyrirtækja þ.m.t. öryggistrúnaðarmenn og öryggisverðir geta auðveldlega framkvæmt mat á helstu loftslagsþáttum varðandi inniloftið og framkvæmt úrbætur. Á heimasíðu vinnueftirlitsins (www.vinnueftirlit.is) má sem dæmi finna ágæta bæklinga um inniloft sem innihalda m.a. gátlista fyrir greiningu á innilofti.

 

Meðal nokkurra algengra húsráða til að draga úr vandamálum af vondu innilofti má nefna:

 

 • Tryggið að loftræstikerfinu sé viðhaldið rétt (síur hreinsaðar eða endurnýjaðar o.s.frv)

 • Loftið reglulega út

 • Forðist ónauðsynlegar mengunaruppsprettur innandyra (veljið t.d. húsgögn sem menga ekki)

 • Flytjið skrifstofuvélar (ljósritunarvélar, prentarar o.fl.) í aðskilin rými

 • Dragið fyrir glugga á sólríkum dögum

 • Klæðið ykkur við hæfi

 • Takið pásur og loftið út (sumarverkin)

 • Athugið hvort hægt sé að minnka hitamyndun af lýsingunni (hreingerning, val á ljósgjöfum o.fl.)

 

Inniloftið er líka spurning um framleiðni fyrirtækja.

 

Það hefur lengi verið vitað að inniloft hefði áhrif á framleiðni, sem dæmi er oft haft að orði að menn verði sljóir í of heitu umhverfi. Þá má nefna að samkvæmt rannsóknum í dönskum grunnskólum fyrir fáeinum misserum náðist 14% afkastaaukning með því að tvöfalda loftræstinguna þ.e. draga úr koltvísýringsmengun CO2. Aukin þekking á áhrifum innilofts á framleiðni starfmanna einnig hefur orðið til þess að danskir bankar eru byrjaðir að láta starfsfólk sem höndlar með mikil fjárráð hafa einstaklingsbundna loftræstingu svipað og miðstöðvar í bifreiðum til að ýta undir árvekni og vellíðan starfsmannanna.   

 

Vinnuumhverfissetrið ehf býður fræðslu og útektir á gæðum innilofts , hita og lofthraðamælingar, skipti á síum, stillingu loftræstikerfa o.fl.

 

Vinnuumhverfissetrið býður víðfema þjónustu þ.m.t. á eftirtöldum sviðum: vinnuvernd, áhættumat, öryggis- og heilbrigðismál, heilsuvernd, vinnuumhverfisstjórnun, öryggisnefnd, öryggistrúnaðarmaður, öryggisvörður, öryggismenning, öryggi, öryggiskerfi, öryggisstjóri, hávaði, hljóðvist, lýsing, árleg úttekt búnaðar, viðurkenningar nálguninni, líkamsbeiting, félagsauður, CE merkingar, slysarannsóknir, inniloft, efnahættur, varasöm efni, hönnun vinnuumhverfis, atferlisstjórnun, stjórnendastýrt öryggi, samfélagsábyrgð, úttekt lagerrekkar, árleg skoðun stiga, lausir stigar, árleg úttekt ásláttarbúnaðar, ásláttarbúnaður, ATEX, PED, styrkleikastýrt fyrirtæki, jákvæð sálfræði, samþætt forvarnarstarf, heilsuefling, öryggis- og heilbrigðisáætlun, áhættugreiningar, sálfélagslegt vinnuumhverfi, jákvætt stress, vinnuumhverfis coaching, vinnuumhverfismarkþjálfun, markþjálfun, námskeið, stjórnendanámskeið, vinnuverndarnámskeið, hnipping (nudging), röð og regla, vinnuvernd og þekkingarstjórnun, umbreytingastjórnun.   

bottom of page