top of page

Efling öruggs atferlis/hegðunar á vinnustöðum er mikilvægur hluti öryggis- og heilbrigðisstjórnunar vegna þess að atferli starfsfólks umbreytir og raungerir kerfi og verklagsreglur. Ein og sér tryggja góð kerfi ekki árangursríka öryggis- og heilbrigðisstjórnun þar sem árangurinn fer náttúrulega eftir hversu vel skipulagsheildum tekst að fylgja kerfunum sínum eftir. Atferlis eða hegðunar prógrömm hafa verið afar vinsæl í vinnuverndar- og öryggis geiranum enda eru vísindalegar sannanir fyrir því að töluverðan hluta slysa megi rekja til óöruggs atferlis starfsfólks. 

 

Vinnuumhverfissetrið býður ráðgjöf við mótun á öruggara atferli starfsmanna sem byggir í grunninn á ABC líkaninu (Antecedents – Behaviour – Consequences), KAP líkaninu (áhrif á viðhorf þ.e. Knowledge – Attitude – Practices), ásamt kenningu Icek Ajzen um Theory of planned behavior.

Sem dæmi um ABC greiningu er hér að neðan gefið dæmi um ABC greiningu þar sem 

A stendur fyrir antecedents þ.e. undanfara eða eitthvað sem gangsetur og tengist atferli 

(trigger), B er fyrir Behaviour þ.e. fyrir atferli starfsmanna og C fyrir consequences (afleiðing 

eða útkoma hegðunar fyrir einstaklinginn) sem eykur eða minnkar líkindin á að atferli sé 

endurtekið. Dæmið varðar greiningu á því af hverju starfsmenn nota ekki þær heyrnarhlífar 

sem þeim eru útvegaðar í hávaðasömu vinnuumhverfi – og hvað sé hægt að gera til að 

stuðla að notkun heyrnahlífa og minnka þannig heyrnartjón (frá research rapport 430/

2002 unnið af The Keil Centre fyrir the Health and Safety Executive).

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dæmið endurspeglar flækjustigið við greiningu á atferli starfsmanna. Hér voru undanfararnir 

 

(antecendents) til staðar fyrir æskilegt atferli þar sem starfsmönnum voru skaffaðar 

 

heyrnarhlífar, fyrirtækið fór fram á notkun heyrnahlífa og skilti gáfu til kynna hvar þeirra 

 

væri þörf og upplýst að hávaði gæti valdið heyrnartjóni. Þrátt fyrir að undanfararnir séu til 

 

staðar þá munu einhverjir starfsmannanna velja að nota ekki hávaðavarnirnar vegna þess 

 

að þeim finnast afleiðingarnar af því að nota ekki hávaðavarnir meira aðlaðandi (styrking) en 

 

afleiðingarnar af því nota hávaðavarnirnar.

 

 

Lang flest íhlutanaverkefni eru smíðuð á grundvelli ABC aðferðafræðinnar þar sem helstu 

 

undanfarar eru þjálfun starfsfólks og markmiðssetning en helstu afleiðingar varða feed-back 

 

og hvatakerfi. 

 

 

Vinnuumhverfissetrið ehf. veitir ráðgjöf og aðstoðar fyrirtæki við bæta atferli starfsmanna.

 

 

Vinnuumhverfissetrið býður víðfema þjónustu þ.m.t. á eftirtöldum sviðum: vinnuvernd, áhættumat, öryggis- og heilbrigðismál, heilsuvernd, vinnuumhverfisstjórnun, öryggisnefnd, öryggistrúnaðarmaður, öryggisvörður, öryggismenning, öryggi, öryggiskerfi, öryggisstjóri, hávaði, hljóðvist, lýsing, árleg úttekt búnaðar, viðurkenningar nálguninni, líkamsbeiting, félagsauður, CE merkingar, slysarannsóknir, inniloft, efnahættur, varasöm efni, hönnun vinnuumhverfis, atferlisstjórnun, stjórnendastýrt öryggi, samfélagsábyrgð, úttekt lagerrekkar, árleg skoðun stiga, lausir stigar, árleg úttekt ásláttarbúnaðar, ásláttarbúnaður, ATEX, PED, styrkleikastýrt fyrirtæki, jákvæð sálfræði, samþætt forvarnarstarf, heilsuefling, öryggis- og heilbrigðisáætlun, áhættugreiningar, sálfélagslegt vinnuumhverfi, jákvætt stress, vinnuumhverfis coaching, vinnuumhverfismarkþjálfun, markþjálfun, námskeið, stjórnendanámskeið, vinnuverndarnámskeið, hnipping (nudging), röð og regla, vinnuvernd og þekkingarstjórnun, umbreytingastjórnun.   

Atferlisstjórnun ( Behaviour Based safety )

bottom of page