top of page

Árlegar úttektir á búnaði og tækjum

 

 

Samkvæmt vinnuverndarlöggjöfinni, evrópskum stöðlum og tilskipunum auk krafna framleiðenda eru atvinnurekendur skyldugir til að vaka yfir og tryggja að búnaður og tæki sem starfsmönnum er ætlað að nota sé stöðugt öruggur. Það er mismunandi eftir búnaði og notkun hans hversu oft þarf að framkvæma formlega úttektir en almennt má ganga út frá kröfu um árlegar úttektir af aðila með viðeigandi sérþekkingu sem skilgreind er í regluverkinu. Skoðunaraðili getur verið sérþjálfaður aðili úr hópi starfsmanna eða sérfræðingur frá óháðu fyrirtæki.

 

Starfsmenn Vinnuumhverfissetursins ehf. búa yfir sérþekkingu á mörgum sviðum og býður fyrirtækið nú árlegar úttektir á búnaði sem uppfyllir kröfur regluverksins á eftirfarandi sviðum:

 

  • -Ásláttarbúnaður (stroffur, keðjur, krókar, boltar o.s.frv.)

  • -Fallvarnarbúnaður (fallvarnar-, sig-, gripbelti, festibúnaður)

  • -Rafknúin handverkfæri (borvél, sagir, slípirokkar o.s.frv.)

  • -Stigar

  • -Stillansar

  • -Vélar og tæki

  • -Loftræstikerfi

  • -Vörurekkar

 

Vinnuumhverfissetrið býður fyrirtækjum einnig sérhæfð námskeið til að gera starfsmenn þeirra færa um að framkvæma reglubundnar úttektir á búnaði hjá eigin fyrirtækjum.

Við árlegar úttektir setjum við m.a. upp einfalda gagnagrunna sem innihalda upplýsingar um niðurstöður úttekta og merkjum búnaðinn sem einfaldar nauðsynlega yfirsýn stjórnenda og starfsmanna.  

 

 

Vinnuumhverfissetrið býður víðfema þjónustu þ.m.t. á eftirtöldum sviðum: vinnuvernd, áhættumat, öryggis- og heilbrigðismál, heilsuvernd, vinnuumhverfisstjórnun, öryggisnefnd, öryggistrúnaðarmaður, öryggisvörður, öryggismenning, öryggi, öryggiskerfi, öryggisstjóri, hávaði, hljóðvist, lýsing, árleg úttekt búnaðar, viðurkenningar nálguninni, líkamsbeiting, félagsauður, CE merkingar, slysarannsóknir, inniloft, efnahættur, varasöm efni, hönnun vinnuumhverfis, atferlisstjórnun, stjórnendastýrt öryggi, samfélagsábyrgð, úttekt lagerrekkar, árleg skoðun stiga, lausir stigar, árleg úttekt ásláttarbúnaðar, ásláttarbúnaður, ATEX, PED, styrkleikastýrt fyrirtæki, jákvæð sálfræði, samþætt forvarnarstarf, heilsuefling, öryggis- og heilbrigðisáætlun, áhættugreiningar, sálfélagslegt vinnuumhverfi, jákvætt stress, vinnuumhverfis coaching, vinnuumhverfismarkþjálfun, markþjálfun, námskeið, stjórnendanámskeið, vinnuverndarnámskeið, hnipping (nudging), röð og regla, vinnuvernd og þekkingarstjórnun, umbreytingastjórnun.   

bottom of page