top of page

Áhættumat og áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað.

 

Námskeiðið er ætlað: öllum þeim sem koma að framkvæmd áhættumats starfa hjá fyrirtækjum þ.e. framkvæmdastjórum, mannauðstjórum, framleiðslustjórum, verkstjórum, öryggistrúnaðarmönnum, öryggisvörðum, almennum starfsmönnum fyrirtækja og öðrum sem áhuga hafa á góðu og heilsusamlegu vinnuumhverfi.

 

Tímasetning: Námskeið verða auglýst allt eftir stöðu covid og standa yfir frá kl. 8:30 – 12:00 (kaffiveitingar innifaldar). Verð 23.700 kr.

 

Innihald: Á námskeiðinu verður kastljósinu beint að kröfum löggjafans um að fyrirtæki framkvæmi áhættumat og vinni skipulega að umbótum. Nánar tiltekið:

 

  • Farið yfir kröfur löggjafans

  • Kynntar helstu aðferðir og hjálpartæki við framkvæmd áhættumats

  • Verkefnavinna við framkvæmd áhættumats

 

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist góðan skilning á framkvæmd áhættumats og gerð áætlunar um öryggi og heilbrigði á vinnustað þ.e. hvað felst í áhættumatsferlinu og hvernig fyrirtæki geta best hagað ferlinu til að bæta vinnuumhverfið og starfsandann.

 

Við bjóðum þetta námskeið einnig sem staðbundna fræðslu úti hjá fyrirtækjum og aðlögum þá efnistök að viðkomandi starfsemi.

bottom of page