top of page

Öryggismenning Fyrirtækja

Námskeið er ætlað: framkvæmdastjórum, mannauðstjórum, framleiðslustjórum, verkstjórum, 

öryggistrúnaðarmönnum, öryggisvörðum, almennum starfsmönnum fyrirtækja og öðrum sem áhuga 

hafa á góðu og heilsusamlegu vinnuumhverfi.

 

Tímasetning: verður ákveðin út frá stöðu covid

 

Námskeið stendur yfir frá kl. 8:30 – 12:00 (kaffiveitingar innifaldar) Verð 27.200 kr.

 

Innihald: Á náskeiðinu verður gefin greinargóð kynning á þeim meginstraumum sem verið hafa uppi 

í rannsóknum á öryggismenningu frá þeim tíma er hugtakið var fyrst notað í INSAG’s (1988) þ.e. 

rannsóknarskýrslu um Chernobyl kjarnorkuslysið en hugtakið var kynnt til að útskýra hvernig skortur 

á þekkingu, skilningi á áhættum, öryggi starfsmanna og skipulagsheildar, mögnuðu upp slysið.

Nánar tiltekið verður umfjöllunin:

 

  • Gerð verður stuttlega grein fyrir kenningum um öryggismenningu út frá tveim mismunandi 

    nálgunum þ.e. „functionalist“ og „symbolic“ nálgunum

 

  • Kenning Edgar H. Schein sem hafa verið bakbeinið í flestum rannsóknum á sviði öryggismenningar á liðnum árum verður kynnt.

 

  • Gerð verður grein fyrir fyrirbrigðinu öryggisanda og notkun mælinga á öryggisanda sem vísbendingar um innihald öryggismenningar.

 

  • Rakið verður hvernig kenning M.D. Coopers um mat á öryggismenningu auðveldar stjórnendum að ná tökum á þróun öryggismenningar.

 

  • Fjallað verður um stjórnendastýrt öryggi gegnum aukin samskipti stjórnenda og starfsmanna.

 

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist nokkurn skilning á öryggismenningu þ.e. hvað felst

í hugtakinu og hvernig fyrirtæki geta unnið með öryggismenningu í vinnuumhverfisstarfinu. Á nám-

skeiðinu munu þátttakendur fá kynningu á nokkrum greiningartólum til að meta öryggismenningu 

fyrirtækja og fá tækifæri til að prófa aðferðir við greiningu. Vinnuumhverfissetrið ehf veitir viðurkenningar-skjal fyrir þátttökuna á námskeiðinu.

bottom of page