Árlegar úttektir á ásláttarbúnaði
Námskeið er ætlað: öllum sem ætlað er að framkvæma reglubundnar, lögskyldar úttektir á ásláttarbúnaði. Nánar tiltekið, kranabílstjórar, kranamenn á byggingarvinnustöðum og við önnur störf tengd hífingum, umsjónarmenn ásláttar-lyftibúnaðar hjá fyrirtækjum. Einnig öryggisstjórar, eftirlitsfólk o.fl. sem hafa eftirlit með framkvæmdum.
Tímasetning: Námskeið verður haldið 2 desember (eftir stöðu á covid) og stendur yfir frá kl. 8:30 – 15:00 (matarhlé milli 12:00 og 13:00). Verð 46.800 kr. (kaffiveitingar eru innifaldar).
Innihald: Á námskeiðinu verður kastljósinu beint að kröfum löggjafans um formlegar úttektir á ásláttarbúnaði þ.e. stroffum, krókum, keðjum, vírum, lásum og slíkum búnaði. Efnistök varða m.a.:
-
Kröfur löggjafans, reglugerða, staðla og góðra starfsvenja
-
Örugg notkun lyftibúnaður og fylgihluta þ.m.t. SWL og WLL
-
Framkvæmd við lyftingarvinnu (þ.m.t. hvernig horn ásláttarbúnaðar hafa áhrif á WLL)
-
Stjórnun lyftibúnaðar þ.m.t. skráning búnaðar, skoðun fyrir notkun, geymsla og litamerkingar
-
Prófun lyftibúnaðar og öryggisstuðlar
-
Skoðun/úttektir á búnaði og viðmið fyrir brottkast
-
Verkefni
-
Afhending viðurkenningarskjals
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur verði meðvitaðir um gildandi löggjöf um ásláttarbúnað og verði færir um að framkvæma lögbundnar skoðanir á slíkum búnaði. Einnig að þáttakendur verði færir um að innleiða kerfisbundna skráningu á formlegri úttekt búnaðar. Gengið er út frá að þátttakendur hafi grunnþekkingu á ásláttarbúnaði og notkun hans.