top of page

Lageröryggi - Vörurekkar

 

Námskeið er ætlað: framkvæmdastjórum, mannauðstjórum, framleiðslustjórum, verkstjórum, öryggistrúnaðarmönnum, öryggisvörðum, almennum starfsmönnum fyrirtækja og öðrum sem áhuga hafa á góðu og heilsusamlegu vinnuumhverfi.

 

Tímasetning: Námskeið verður haldið 19 nóvember (ef staða covid leyfir og næg þátttaka fæst) og stendur það yfir frá kl. 8:30 – 12:00 (kaffiveitingar innifaldar). Verð 34.200 kr.

 

Innihald: Á námskeiðinu verður kastljósinu beint sérstaklega að kröfum löggjafans varðandi öryggi á lagerum og þá sérstaklega öryggi vörurekka. Kröfur helstu staðla um vörurekka s.s. staðlanna ÍST EN 15635:2008, ÍST EN 15629:2008 o.fl. verða kynntir. Meðal efnis verða m.a.

 

  • Kröfur löggjafans

  • Vinnuumhverfi lagera

  • Algengustu slys

  • Ábyrgðaraðili lagerrekkakerfis

  • Merkingar lagerrekka, umferðarleiða o.fl.

  • Hleðsla

  • Skemmdir og afleiðingar

  • Eftirlitsúttektir og skoðunaratriði

  • Viðhald og forvarnarstarf

 

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist skilning á helstu kröfum sem gerðar eru til lagerstarfsemi og verði betur fær um að skapa öruggt og gott vinnuumhverfi

 

Við bjóðum þetta námskeið einnig sem staðbundna fræðslu úti hjá fyrirtækjum og aðlögum þá efnistök eftir atvikum að viðkomandi starfsemi.

bottom of page