top of page

Viðbót – vinnuverndarnámskeið (stjórnendur, öryggisfulltrúar o.fl)

Þetta námskeið er framhaldsnámskeið í stjónun vinnuverndarmála og ætlað: framkvæmdastjórum, mannauðsstjórum, framleiðslustjórum, verkstjórum, öryggistrúnaðarmönnum, öryggisvörðum og öðru áhugasömu fólki um gott og heilsusamlegt vinnuumhverfi. Námskeiðið er einnig kjörið upprifjunar- og framhaldsnámskeið fyrir þá sem setið hafa hefðbundin námskeið öryggistrúnaðarmanna og öryggisvarða. Á námskeiðinu förum við m.a. yfir hlutverk og skyldur öryggisfulltrúa og stjórnenda, beinum sjónum að því hvernig hafa má áhrif á annað fólk (samstarfsmenn, undirmenn, yfirmenn) og kveikja áhuga á bættri menningu.

Meðal helstu efnistaka eru:

 

  • Hlutverk og skyldur aðila með hliðsjón af vinnuverndarlögum

  • Samskipti (jákvæð sálfræði, stress, LBS o.fl)

  • Breytingastjórnun

  • Deilustjórnun

  • Stjórnun upp á við

  • Storytelling – hvernig má nota sögur/frásagnalist í vinnuverndarstarfinu

  • Nudging – hvernig hnippa má í fólk til að breyta atferli

  • Markþjálfun í vinnuverndarstarfinu

  • Vinnustaðamenning/öryggismenning

 

Endanleg efnistök og dýpt umfjöllunar einstakra efnisþátta ráðast af óskum og bakgrunni þátttakenda á hinum einstöku námskeiðum.

 

Námskeiðinu er ætlað að gera þátttakendur betur færa um að takast á við stjórn og framkvæmd vinnuumhverfismála á eigin vinnustöðum og gera vinnustaði móttækilegri fyrir breytingum sem bæta aðbúnað, hollustuhætti og öryggi í fyrirtækjum.

 

Námskeiðið er framkvæmt sem blanda af fyrirlestrum, samræðum og hópverkefnum þar sem leitast verður við að byggja á þekkingu og reynslumiðlun þátttakenda  

 

Tímasetning: Námskeiðs dagsetningar verða ákveðnar eftir stöðu covid. Námskeið eru 4 klst. - standa yfir frá kl. 8:15 – 12:15

Verð 35.200 kr.

bottom of page