Öryggis- og heilbrigðisáætlun, samræmingaraðilar, áhættumat o.fl.
Námskeið er ætlað: verkkaupum og þeim sem koma að innkaupum, hönnun og stjórnun framkvæmda við mannvirkjagerð á vegum verkkaupa s.s. arkitektar, hönnuðir, tækni- og verkfræðingar, ráðgjafar, byggingarstjórar og verkefnastjórar.
Tímasetning: Námskeið verða tímasett eftir stöðu covid faraldurs og standa yfir frá kl. 8:30 – 12:15 (kaffiveitingar innifaldar). Verð 27.200 kr.
Innihald: Á námskeiðinu verður kastljósinu beint sérstaklega að kröfum löggjafans sem birtast í reglum 547/1996 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggisráðstafanir á byggingarvinnustöðum og við aðra tímabundna mannvirkjagerð. Nánar tiltekið:
-
Kröfur löggjafans
-
Réttindi og skyldur aðila
-
Samræmingaraðili á hönnunar- og framkvæmdastigi
-
Áhættuþættir og forvarnir
-
Öryggis og heilbrigðisáætlanir
-
Áhættumat varasamra verkþátta
-
Slysarannsóknir
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist góðan skilning á kröfum löggjafans til öryggis- og vinnuvistfræðilegra þátta við hönnun og framkvæmd mannvirkjagerðar. Jafnframt að gera þátttakendur betur í stakk búna til að takast á við hið margþætta og ábyrgðafulla starf samræmingaraðila öryggis- og heilbrigðisstarfs á vegum verkkaupa bæði á hönnunar- og framkvæmdarstigi framkvæmda.