Vinnuvernd, öryggisverðir og öryggistrúnaðarmenn.
Námskeið er ætlað: framkvæmdastjórum, mannauðstjórum, framleiðslustjórum, verkstjórum, öryggistrúnaðarmönnum, öryggisvörðum og öðrum sem áhuga hafa á góðu og heilsusamlegu vinnuumhverfi. Námskeiðinu er m.a. að uppfylla kröfu löggjafans sbr. 8 gr. vinnuverndarlaganna „að þeir, sem kjörnir eru til að fjalla um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi í fyrirtæki hans, fái tækifæri til þess að afla sér nauðsynlegrar þekkingar og menntunar varðandi aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum“.
Tímasetning: Námskeið verða tímasett eftir stöðu á covid. Námskeiðið stendur tvo daga, frá kl. 9:00 – 16:00 báða dagana (kaffiveitingar eru innifaldar, hádegishlé milli 12:00 og 13:00). Verð 45.200 kr.
Innihald: Á námskeiðinu verður kastljósinu beint að kröfum löggjafans til öryggisfulltrúa (öryggistrúnaðarmenn og öryggisverðir) og helstu grunnatriðum sem þessir aðilar þurfa að hafa nokkra þekkingu á. Nánar tiltekið:
-
Vinnuverndarlöggjöfin (þ.m.t. Vinnueftirlitið og reglugerð 920/2006 um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs
-
Áhættumat og áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað
-
Hávaði, titringur, inniloft og lýsing
-
Áhrif efna
-
Líkamlegt álag við vinnu
-
Sálfélagslegt vinnuumhverfi
-
Atvinnusjúkdómar og vinnuslys
-
Vélar og tæki
-
Kerfisbundið forvarnarstarf
-
Starfahönnun
-
Samskipti, hvatning og endurgjöf (feed-back)
-
Deilustjórnun
-
Nýrri aðferðir í vinnuverndarstarfinu
Samhliða kynningu á grunnþáttum vinnuverndar verður leitast við að svara því hvernig öryggisfulltrúar geta virkjað aðra í vinnuverndarstarfinu, hvernig innra starfi að vinnuverndarmálum er best borgið hjá þátttökufyrirtækjunum, hvernig ýta megi undir bætta öryggismenningu og hvar leita megi frekari aðstoðar. Á námskeiðinu verða jafnframt unnin nokkur hópverkefni.
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist góða undirstöðuþekkingu á vinnuverndarmálum og tækifærum til að bæta vinnuumhverfi og framleiðni fyrirtækja.
(P.s. við getum einnig boðið þetta námskeið sem staðbundna fræðslu hjá fyrirtækjum)