top of page

Félagsauður og gullið í vinnuumhverfisstarfinu

Námskeiðið er ætlað: Framkvæmdastjórum, mannauðsstjórum, framleiðslustjórum, verkstjórum,
öryggistrúnaðarmönnum, öryggisvörðum og öðrum sem áhuga hafa á góðu og heilsusamlegu vinnuumhverfi.
 
Tímasetning: Verður ákveðin m.t.t. covid
 
Innihald: Við byggjum námskeiðið á nokkrum meginþemum þ.e.:

 

  • ​Hvað er félagsauður fyrirtækja og hvaða ávinnig hefur vinna með hann í för með sér

  

Félagsauður fyrirtækja er sá eiginleiki sem gerir meðlimi fyrirtækisins/stofnunarinnar færa um að leysa kjarnastarfsemi þess í sameiningu. Til að leysa kjarnastarfsemina er nauðsynlegt að meðlimirnir geti unnið saman og að samvinnan grundvallist á miklu trausti og réttlæti.

  

Við rekjum m.a. uppruna hugtaksins, skilgreiningu félagsauðs í fyrirtækjarekstri í nútímanum, förum gegnum þrjár mismunandi tegundir félagsauðs o.fl. Einnig förum við yfir af hverju félagsauður er talinn ein helsta skýringin á því þegar rætt er um að 2 + 2 = 5 eða mikið meira þegar mannauður fyrirtækja er hafður í huga

 

  • Tengsl og samspil félagsauðs og vinnuumhverfismála. Það hefur verið sýnt fram á tengsl milli mikils félagsauðs og fjölda þátta s.s.:

 

         -    aukin gæði og framleiðni
         -    aukin sköpunarhæfni og þekkingarmiðlun
         -    betri fjárhagsleg afkoma 
         -    aukin vellíðan og starfsánægja
         -    minni streita

  

Á námskeiðinu rekjum við m.a. hvernig bætt sálfélagslegt vinnuumhverfi getur verið mikilvægur hliðarávinningur af vinnu með félagsauð. Einnig skoðum við hvernig félagsauður umbyltir hefðbundnum skoðunum um að tengja sálrænt vinnuumhverfi við eiginleika starfanna.

 

  • Við ræðum mikilvægi þess að kjarnastarfsemin sé skilgreind og forgangsröðun starfsmanna sé     sameiginleg.

 

  • Við ræðum eflingu samvinnu og samþættingar milli faghópa fyrirtækisins/stofnunarinnar þ.m.t. möguleika stjórnenda á að stuðla að auknum samskiptum

 

  • Við förum yfir mælingar á félagsauði sem hagnýtt verkfæri í vinnuumhverfisstarfinu

 

  • Við skoðum góða stjórnunarhætti og tengingu þess við félagsauð. Mikilvægi þessa eru eiginlega augljósir  því að gagnkvæmt traust, réttlát ákvarðanataka og hæfni til samvinnu eru allt eiginleikar sem erfitt er að tengja við lélega eða veikburða stjórnun. 

 

Námskeiðið er haldið sem blanda af fyrirlestrum, umræðum og verkefnavinnu.

 

Markmið námskeiðsins: er að þátttakendur öðlist nokkurn skilning á mögulegri notkun félagsauðs í hinu kerfisbundna vinnuumhverfisstarfi fyrirtækja og læri betur að skoða vinnuumhverfi sem áhugaverðan fjárfestingarkost. 

 

bottom of page