Árlegar úttektir á lausum stigum (stigar og tröppur)
Námskeið er ætlað þeim starfmönnum fyrirtækja sem ætlað er að sinna árlegum úttektum á lausum stigum þ.e. stigum og tröppum þ.e. iðnaðarmenn auk starfsmanna í byggingar-, þjónustu- og framleiðslufyrirtækjum s.s. framleiðslustjórar, verkstjórar, öryggistrúnaðarmenn, öryggisverðir eða viðgerðarfólk fyrirtækja.
Tímasetning: Námskeiðið er haldið hjá fyrirtækjum samkvæmt nánara samkomulagi. Námskeiðið tekur ca 3 tíma. Verð samkvæmt nánara samkomulagi.
Innihald: Á námskeiðinu verður kastljósinu beint að notkun lausra stiga og formlegri árlegri úttekt búnaðarins þ.m.t. merkingu og skráningu búnaðarins. Nánar tiltekið innifelur námskeiðið:
-
Kröfur löggjafans
-
Úttektir á stigum
-
Tegundir af stigum
-
Notendaeftirlit
-
Notkun færanlegra stiga
-
Flutningur og geymsla
-
Sérfræðiúttekt og skráning
-
Æfing í uppstillingu
-
Æfing í úttekt
-
Afhending viðurkenningarskjals
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist færni í framkvæmd árlegra úttekta á stigum og hjálparbúnaði. Einnig að þáttakendur verði færir um að gefa ráð og leiðbeina vinnuveitendum og vinnufélögum varðandi gildandi vinnuverndarreglur um notkun, geymslu og viðhald þessa búnaðar.