top of page

CE-Merking véla

Námskeið er ætlað: fyrirtækjaeigendum, hönnuðum, framleiðendum og innflytjendum véla

Tímasetning: Námskeiðið verður haldið 11 nóvember (ef staða covid og þáttaka verður næg) og stendur yfir frá kl. 9:00 - 16:00  (kaffiveitingar innifaldar - hlé milli 12:00 og 13:00). Verð 44.600 kr.

Innihald: Á námskeiðinu lærir þú um kröfur löggjafans til CE merkinga á vélbúnaði. Einnig verða algengustu staðlar, framkvæmd áhættugreininga og sambygging véla teknar fyrir. Á námskeiðinu vinna þátttakendur einnig lítið verkefni um framkvæmd CE merkingar á einföldum vélbúnaði. Ekki er þörf á sérstakri forkunnáttu á CE –merkingum en við mælum með að fólk kynni sér bækling um CE merkingar á www.ohu.is.

 

Meðal efnis:

  • Kröfur löggjafans

  • Kröfur reglugerðar 1005/2009 um vélar og tæknilegan búnað (innleiðing vélatilskipunar)

  • Afleiðingar ef kröfur eru ekki uppfylltar

  • CE-merking

  • Samræmismat

  • Helstu staðlar varðandi vélbúnað

  • Áhættumat

  • Samræmisyfirlýsing og tækniskjöl

  • Notendaleiðbeiningar

  • Sambygging vélbúnaðar

  • Verkefni

Markmið námskeiðsins er m.a. að þátttakendur verði færir um að greina hvort vörur falli undir vélatilskipun ESB (2006/42) sem innleidd er með reglugerð 1005/2009 (með síðari breytingum) og læri undirstöðuatriði um hvernig á að CE-merkja slíkar vörur. Þetta námskeið er einnig boðið staðbundið hjá fyrirtækjum samkvæmt nánara samkomulagi.

 

bottom of page