top of page

Líkamsbeiting (ergonomi)

 

 

Námskeið er ætlað: framkvæmdastjórum, mannauðstjórum, framleiðslustjórum, verkstjórum, öryggistrúnaðarmönnum, öryggisvörðum, almennum starfsmönnum fyrirtækja og öðrum sem áhuga hafa á góðu og heilsusamlegu vinnuumhverfi.

Tímasetning: Námskeiðið er haldið eftir nánara samkomulagi úti hjá fyrirtækjum og er byggt upp af fræðsluerindi sem síðan er fylgt eftir með verklegri leiðsögn við einstakar verkstöðvar.

 

Innihald: Á námskeiðinu verður kastljósinu beint að hinum fjórum meginsviðunum varðandi líkamsbeitingu þ.e. vinnustellingar, að lyfta þungum hlutum, ýta og draga hluti, einhæft endurtekið vinnuálag. Námskeiðið beinir athyglinni að forvarnarkenningum, góðum lausnum, vinnuverndarlöggjöfinni og vinnuvistfræði innan þeirra starfsgreina sem tengjast fyrirtækinu sem unnið er fyrir hverju sinni.

 

  • Hvað er líkamsbeiting, hreyfi- og stoðkerfi

  • Norræna matskerfið og hvernig menn greina álagsvinnu

  • CE merkingar, vinnuskipulag og hönnun

  • Góðar og óheppilegar lausnir

  • Léttitæki

  • Samspil fleiri álagsþátta

  • Öryggismenning og forvarnarstarf

  • Heilsuefling, pásuleikfimi

  • Hvað eru aðrir að gera, heimasíður, hlutverk öryggisnefndar

 

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist þekkingu á hvernig koma má auga á vandamál tengd líkamsbeitingu og hvernig álitamál varðandi óheilsusamlegt álag og hönnun verkstöðva eru metin. Farið verður yfir góðar og lélegar lausnir varðandi meginsvið líkamsbeitingar.

 

Umfang námskeiðs og verð er ákveðið samkvæmt nánara samkomulagi við fyrirtæki, hafið endilega samband við okkur. 

bottom of page